Minnisblað vegna Landeyjahafnar og ferju

Ef tekst að gera nauðsynlegar endurbætur á Landeyjahöfn - verður hægt að sigla stærri ferju þar sem tæki mið af þörfinni

umbeðið af fjárlaganefnd Alþingis

21.Mars'16 | 11:36

Á fundi fjarlaganefndar í síðasta mánuði óskaði fjárlaganefnd eftir að fá sent minnisblað um það sem fram kom í máli skipstóranna sem fyrst komu fyrir nefndina. Eyjar.net birtir hér umrætt minnisblað sem undirritað er af Sveini Rúnari Valgeirssyni, skipstjóra á Lóðsinum.

Í upphafi árs 2007 var kynnt lokaskýrsla um höfn í Bakkafjöru. Þar var fullyrt að lokið væri öldurannsóknum á SV- og SA- öldum. Undirritaður benti á það í grein þann 22. mars sama ár að umræddar rannsóknir á SA-öldum hafi ekki farið fram. Benti ég einnig á fleiri ágalla í rannsóknarvinnu af hálfu Siglingastofnunnar í þessari skýrslu. (Sjá fylgiskjal.)

Það hefur komið á daginn að erfiðasta öldustefna fyrir innsiglingu í Landeyjahöfn er einmitt SA- og SV- öldustefnur og eru þær mest takmarkandi á ölduhæð fyrir ferjuna til að sigla inn í höfnina og þar af leiðandi mestu frátafir á ferðum til Landeyjahafnar í þessum áttum.

Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um að fá að sjá niðurstöður í áðurnefndum rannsóknum hefur það ekki borið árangur og jafnan fullyrt að þetta væri allt saman til í rannsóknargögnum um Landeyjahöfn.

Nú níu árum seinna er sama upp á teningnum hjá sömu mönnum varðandi rannsóknarniðurstöður fyrir nýja ferju. (menn virðast ekkert hafa lært af því að draga of miklar ályktanir af ófullkomnum rannsóknum).

Þrátt fyrir rannsóknir í fullkomnum siglingahermum hafa ekki fengist trúverðugar niðurstöður um siglingu ferjunnar í viðmiðunaröldu sem er 3,5m á duflunum við Landeyjahöfn. (geta ekki sett upp nátúrulegar aðstæður fyrir ölduna).

Nú hefur smíðanefndin sagst geta brúað þessar takmarkanir siglingahermanna með því að notast við hundruðir mynda og myndbanda ásamt upplýsingum úr radar í Landeyjahöfn til að ákvarða getu ferjunnar til að sigla í 3,5m öldu við Landeyjahöfn.

Við eftirgrenslan á því hvernig þeir notuðu þessi gögn kannast erlendir tæknimenn við siglingahermanna ekki við að þetta hafi verið gert, né hafa fengist svör við því hverjir og þá hvar þessi rannsókn fór fram fyrst hún var ekki gerð í fullkomnu siglingahermunum.

Ég hef reyndar upplýsingar úr smíðanefndinni um að þetta hafi aldrei verið gert!

Þetta eitt og sér ætti að vera næg ástæða til að staldra við og fá óháða aðila til að yfirfara gögn smíðanefndarinnar sem snúa að þessum rannsóknum.

Legg ég því til að fengnir verði óháðir aðilar t.d reyndasti skipherra Landhelgisgæslunnar, reyndur skipstjóri af uppsjávarskipi, sem stundar veiðar við suðurströndina og einnig einn skipstjóra af minni bát sem stundar t.d dragnótaveiðar við suðurströndina ásamt  skipaverkfræðingi sem ekki hefur komið að hönnun þessarar ferju. Þessum mönnum yrði falið að fara yfir öll gögn smíðanefndarinnar. Gögn er varða siglingaherma og hvernig þeir notuðu myndir og myndbönd ásamt radarupplýsingunum til að brúa bilið frá rifinu að hafnarmynninu – sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að ferjan sigldi af öryggi í 3,5m öldu skv. duflunum við Landeyjahöfn.

 

Lokaorð

Nú hefur forstöðumaður siglingasviðs Vegagerðarinnar stigið fram og viðurkennt að um verulegt ofmat hafi verið að ræða á gæðum á allri rannsóknarvinnu er lúta að Landeyjahöfn.  Forstöðumaðurinn telur nú að það taki 10 til 15 ár að gera nauðsynlegar endurbætur á höfninni og ÞAÐ TAKIST JAFNVEL ALDREI.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur einnig stigið fram og viðurkennt að um verulegt vanmat á aðstæðum og að flest sem snýr að höfninni hafi verið vanmetið m.a þjónustuhús – bílastæði - innri höfnin - sandburður - bókunarkerfi - dýpkunaraðferðir og fl.

Þessir tveir menn voru í forsvari hvor á sinn hátt fyrir byggingu Landeyjahafnar árið 2007. Þrátt fyrir varnaðarorð og ítrekaðar ábendingar studdar rökum beint úr útgefnum rannsóknar-gögnum um ofmat á gæðum rannsóknarvinnu og jafnvel bent á gefnar niðurstöður á veigamiklum þáttum - sem og vöntun á nauðsynlegum þáttum eins og t.d straummælingum  - var í engu hlustað.

Nú hefur komið á daginn að flest það sem bent var á reyndist rétt og þeir eru búnir að viðurkenna mistökin.

Nú benda þessir sömu menn á að það hafi alltaf verið gert ráð fyrir lítilli ferju fyrir þessa höfn og fara fram á það að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit um nýja ferju, þrátt fyrir að allt annað sem áður var sagt um ágæti hafnarinnar hafi ekki staðist þá sé það lykilatriði að hefjast handa sem fyrst með ferju smíðina.

Er ekki kominn tími til að staldra við og setja nýsmíðina á ís og gera góða könnun á meðal íbúa í Vestmannaeyjum (íbúakosningu.) um þrjá kosti:

  1. Fá leigða hentuga ferju sem tæki um 150 bíla og 700 til 1000 farþega til að leysa bráðann vanda Vestmanneyinga í samgöngumálum. Með þessu kæmi fljótt í ljós þörfin á nauðsynlegri stærð á ferju til að anna fluttnings þörf í samgöngumálum Vestmannaeyja.
  2. Hanna ferju sem væri  stærri en núverandi hugmynd af ferju, sem tæki mið af flutnings þörf Vestmannaeyja, þar sem fram kæmi hver væri fórnarkostnaður í frátöfum frá núverandi hugmynd. En það er komið á daginn að frátafir munu ekki breytast til muna skv. nýjustu tölum.
  3. Halda áfram með litllu ferjuna, eftir að búið er að staðreyna gögn smíðanefndar.

 

Það er næsta víst að ef tekst að gera nauðsynlegar endurbætur á Landeyjahöfn, þá verður hægt að sigla stærri ferju þar sem tæki mið af þörfinni.

 

Sveinn Rúnar Valgeirsson

Skipstjóri á Lóðsinum.

Meðfylgjandi er grein mín frá 2007.

 

Fyrri greinar Sveins Rúnars:

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%