„Forsendur dýpkunar alrangar“

21.Mars'16 | 18:06

„Ég benti á það strax árið 2010, að færi ölduhæð við Landeyjahöfn mikið yfir einn metra væri ekki hægt að dýpka. Okkur var þá bannað að tjá okkur um þetta“, segir Óttar Jónsson skipstjóri á dýpkunarskipinu Dísu. 

„Það er komið í ljós núna að þetta er rétt, alveg sama þó dýpkunarskipið sé stærra. Dýpkun utan við garðana hefur engu skilað og höfnin er full af sandi“.

Óttar stýrði Dísu við dýpkun í höfninni frá 2010 og fram undir síðustu mánaðamót. Hann segir að nú sé Björgun ekki lengur með samning um verkið og því sé honum frjálst að tjá sig. Það gangi hvorki né reki að dýpka með belgíska skipinu Galileo 2000 þegar ölduhæð sé komin aðeins yfir einn metra, þó það sé mun stærra en skipin sem íslenskir aðilar hafi yfir að ráða. Frá þessu er greint á ruv.is.

Galilei hentar ekki

Aðrir sem Fréttastofa hefur rætt við um málið benda á að belgíska skipið taki sandinn upp um rör sem sé undir miðju skipi. Það verði því alltaf 50-60 metra frá görðunum. Galileo muni því heldur ekki geta hreinsað höfnina að innan eins og þurfi. Að auki séu Belgarnir ekki vanir aðstæðum eins og séu við Landeyjahöfn. Dýpkunarskipið Dísa taki sandinn upp um rör framantil á skipinu og komist miklu nær görðum. Þá fullyrða kunnugir að höfnin hafi aldrei verið að fullu hreinsuð og það hafi flýtt því að hún hafi fyllst nú.

„Sandurinn kemst bara inn“

Óttar segir að svo mikill sandur hafi safnast utanvert í hafnarkjaftinum að sandurinn eigi enga leið nema inn í höfnina. Það þurfi að hreinsa fjöruna báðum megin við og síðan sé hægt að hreinsa höfnina. Nú sé svo mikill sandur í höfninni að ferjan sem hönnuð hafi verið fyrir höfnina gæti engan veginn siglt þar inn. Útboðsgögn um smíði nýju ferjunnar eru frágengin og hafa verið á borði Innanríkisráðherra í tæpa tvo mánuði. Spurður hvort hægt sé að hreinsa höfnina með Dísunni segir Óttar já.

Alrangar forsendur

Óttar segir að mikil dýpkun í fyrrahaust fyrir utan garðana hafi engu skilað. Þar sé botninn orðinn eins og áður. Peningum til þess verks hafi verið illa varið. „Og þetta stendur með ölduhæðina. Við buðum ekki í þetta verk sem Belgarnir fengu, af því forsendurnar voru alrangar. Í útboðsgögnunum var kveðið á um dagsektir ef menn dýpkuðu ekki í ölduhæð undir tveimur metrum. Við gátum engan veginn séð neinn grundvöll fyrir slíkum samningi“. 

 

Ruv.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.