Í gjaldþrot vegna vandræða í Landeyjahöfn

19.Mars'16 | 18:56
herjolfu_irr

Herjólfur í Landeyjahöfn

Vandræði í Landeyjahöfn valda því að fyrirtæki í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum eru á leið í gjaldþrot. Þetta segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Mælirinn sé fullur eftir áralöng vandræði í Landeyjahöfn.

Litlar sem engar líkur eru á að Landeyjahöfn verði opin um páskana. Ekki er útlit fyrir að höfnin verði skipgeng á allra næstu dögum, höfnin er full af sandi og illa hefur gengið að dýpka. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að Vestmannaeyingar séu búnir að fá nóg eftir áralöng vandræði með höfnina.

„En á meðan ekkert er gert, þá gerist ekkert, og við erum í sömu stöðunni ár eftir ár eftir ár. Og nú hefur dropinn fyllt mælinn,“ segir Elliði.

Hvað þýðir það að dropinn fylli mælinn?

„Það þýðir einfaldlega það að við getum þetta ekki lengur. Nú eru fyrirtæki hreinlega að fara á hausinn. Það voru hér miklar fjárfestingar, til dæmis í ferðaþjónustu, á þeim forsendum að Landeyjahöfn myndi gera það sem henni var ætlað að gera. Þessar fjárfestingar hafa ekki gengið eftir vegna þess að fólk kemst ekki hingað á meðan Landeyjahöfn er lokuð. Ferðamenn vilja sigla í gegnum Landeyjahöfn. Og í viðbót við þessi beinu fjárhagslegu áhrif á fyrirtæki er beinn kostnaður ríkisins um milljón krónum meiri hvern dag sem siglt er í Þorlákshöfn miðað við hvern dag sem siglt er í Landeyjahöfn.“

 Þá segir Elliði að almenn lífsgæði Vestmannaeyinga séu verulega skert þegar ekki er hægt að sigla í Landeyjahöfn.

„Við viljum að til allra ráða sé gripið, bæði til þess að tryggja að höfnin opni sem fyrst núna, og svo það sem meira skiptir, að henni verði haldið opinni allt árið.“

Er það hægt?

„Auðvitað er það hægt. Þegar höfnin var byggð lá það ljóst fyrir að núverandi Herjólfur myndi aldrei geta nýtt höfnina allt árið og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann skuli ekki geta það. Og það er tvennt sem til þarf að koma: Það þarf nýja ferju tafarlaust og það þarf að gera breytingar á höfninni sem tryggir að ný ferja geti siglt þangað,“ segir Elliði.

 

Ruv.is greindi frá.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).