Drífa Björnsdóttir skrifar:

Fæðing í heimabyggð

18.Mars'16 | 06:35

Vegna mikillar umræðu um fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum er ástæða að gera grein fyrir stöðu mála. Samkvæmt leiðbeiningum landlæknis er fæðingaþjónusta í Vestmannaeyjum flokkuð sem lágáhættudeild (D1).

Það felur í sér ljósmæðrastýrða fæðingaþjónustu með aðgangi að heilsugæslulækni og flutningi á hærra þjónustustig ef nauðsyn krefur. Ljósmæðrastýrð fæðingaþjónusta þýðir að tekið er tillit til allra þátta á meðgöngu og fyrri fæðingasögur skoðaðar. Ef einhver minnsti vafi kemur upp er konunni beint annað og lífi konu eða barns ekki stefnt í hættu.

Af því gefnu er ljóst að þær konur sem ekki flokkast undir áhættuhóp, þ.e vegna meðgöngutengdra sjúkdóma, erfiðleika við fyrri fæðingar eða keisaraskurð, mega og geta fætt í sinni heimabyggð.

Fæðingaþjónusta á landsvísu og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum hefur tekið miklum breytingum með auknum tækninýjungum og skertri þjónustu og hefur það orðið til þess, að verðandi foreldrar  kjósa frekar að fara annað og þá flestir á hátæknisjúkrahús. Hér í Vestmannaeyjum eru hvorki skurð- eða svæfingalæknir til staðar og því ekki völ á mænurótardeyfingu eða keisaraskurði .

Með tilkomu þessara breytinga fjölgar alltaf þeim konum sem fara á Landspítala-háskólasjúkarhús þar sem mikið álag og hraði er. Í dag sýna tölur að 25% fæðinga fara fram með gangsetningu og nálægt 50% fæðinga fara fram með mænurótardeyfingu. Lang flestum konum langar að fæða barn eða börn sín á eins eðlilegan og náttúrulegan máta og hægt er. Umræðan hefur hins vegar orðið til þess að mikill hræðsluáróður aftrar konum frá því að velja að fæða í heimabyggð þar sem að ekki eru öll tiltæk úrræði til staðar.

Í  dag er staðan þannig að einungis þrjú börn fæddust í Vestmannaeyjum árið 2015. Síðustu 15 árin hefur fæðingum fækkað verulega, eða úr allt að 80 fæðingum á ári.

Það er einlæg von mín sem starfandi ljósmóðir í Vestmannaeyjum að konur ígrundi vel möguleikana sem þær hafa til þess að fæða barn sitt í heimabyggð.

 

f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Drífa Björnsdóttir

ljósmóðir á HSU í Vestmannaeyjum

 

Hsu.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%