Opið milli Vestmannaeyja og Bakka!

Atlantsflug byrjar Bakkaflug í dag

17.Mars'16 | 08:37

Atlantsflug hefur í dag flug á milli Bakka og Vestmannaeyja. Gissur Þór Rúnarsson hjá Atlantsflugi segir að um sé að ræða reglubundið leiguflug og hafi verið ákveðið að byrja að fljúga fyrr til Eyja þetta árið þar sem eftirspurn er vaxandi. Hann segir að nú sé hægt að ganga frá bókun á netinu í gegnum heimasíðu þeirra, en það er nýjung í þjónustu flugfélagsins.

Brottfaratímar eru sem hér segir:
Frá Vestmannaeyjum: 09:30 , 13:00 og 16:20
Frá Bakka: 10:00, 13:30 og 16:45

Hægt verður að bæta inn ferðum ef eftir þörfum. Mæting í flug er 15 mín fyrir áætlaða brottför.  Veittur er afsláttur ef bókað er með 7 daga fyrirvara eða fyrr, einnig er veittur afsláttur fyrir börn 2-12 ára og fyrir 67 ára og eldri. Athugið: Afsláttur er einungis veittur af bókunum á heimasíðu.

Hægt er að bóka í ferðir sem fyrr segir á heimasíðu Atlantsflugs -  www.flightseeing.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).