Opið milli Vestmannaeyja og Bakka!

Atlantsflug byrjar Bakkaflug í dag

17.Mars'16 | 08:37

Atlantsflug hefur í dag flug á milli Bakka og Vestmannaeyja. Gissur Þór Rúnarsson hjá Atlantsflugi segir að um sé að ræða reglubundið leiguflug og hafi verið ákveðið að byrja að fljúga fyrr til Eyja þetta árið þar sem eftirspurn er vaxandi. Hann segir að nú sé hægt að ganga frá bókun á netinu í gegnum heimasíðu þeirra, en það er nýjung í þjónustu flugfélagsins.

Brottfaratímar eru sem hér segir:
Frá Vestmannaeyjum: 09:30 , 13:00 og 16:20
Frá Bakka: 10:00, 13:30 og 16:45

Hægt verður að bæta inn ferðum ef eftir þörfum. Mæting í flug er 15 mín fyrir áætlaða brottför.  Veittur er afsláttur ef bókað er með 7 daga fyrirvara eða fyrr, einnig er veittur afsláttur fyrir börn 2-12 ára og fyrir 67 ára og eldri. Athugið: Afsláttur er einungis veittur af bókunum á heimasíðu.

Hægt er að bóka í ferðir sem fyrr segir á heimasíðu Atlantsflugs -  www.flightseeing.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%