Stutt eftir af loðnuvertíðinni

16.Mars'16 | 11:30

Eftir illviðratíð síðustu viku hefur glæðst á loðnuveiðum og ágæt veiði í gær að sögn skipstjóra á miðunum. Í fyrradag kom langþráð vestanganga loðnu fram í á leið að hrygningarstöðvunum vestur af landinu og er flotinn að veiðum rétt vestan af Snæfellsnesinu.

Flestar útgerðir eru að klára sinn kvóta eða eru þegar búnar með hann en vinnsla afurðanna í landi stendur fram á helgi. Blíðviðri er á miðunum í dag og vonir manna standa til þess að loðnan hafi þétt sig og sé veiðanleg. Það er Ruv.is sem greinir frá.

Loðnan hefur bæði verið dreifð síðustu vikur, fregnir borist af henni allt frá Húnaflóa til Vestmannaeyja, auk þess sem mikið hefur verið af hval sem fylgir göngunum og hefur truflað veiðina mikið. Að sögn Siggeirs Stefánssonar framleiðslustjóra hjá Ísfélagi Vestmanneyja á Þórshöfn, þar sem uppsjávarvertíðinni lauk fyrir nokkru, er það sem stendur upp úr frá þessari vertíð mikil hvalaganga og lítill kvóti. 

Beitir og Börkur, skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað eru á miðunum og komin með þó nokkurn afla og í verksmiðjum fyrirtækisins hafa hrogn verið fryst nær samtellt frá upphafi þessa mánaðar.  Sturla Þórðarson skipstjóri á Beiti segir hrognafyllinguna ágæta og mikið af hrygnu í vesturgöngunni.  Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson, skip Eskju á Eskifirði er á leið í land með fullfermi. Fyrirtækið á um 1000 tonna kvóta eftir óveiddan.

Útgefinn loðnukvóti mun væntanlega nást

Venus er á leið til Vopnafjarðar með yfir 2000 tonn en að sögn Magnúsar Róbertssonar vinnslustjóra þar klárast vinnsla afurðanna um helgina en verið er að skera og pakka þeim hrognum sem úr loðnunni vinnast. Víkingur, annað skip HB Granda, landaði á Akranesi í gær þó Vopnfirðingum hafi verið heitið því í febrúar að öll loðnuvinnsla myndi fara fram á Vopnafirði í ár en á Akranesi er hrognavinnsla í fullum gangi. Víkingur mun sækja þau tonn sem eru eftir af rúmlega 18.000 tonna kvóta HB Granda á næstu dögum. 

Eins og kom fram hjá Fiskifréttum í gær gerir Helgi Valdimarsson skipstjóri á Ísleifi, skipi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum ráð fyrir því að útgefinn loðnukvóti klárist, enda séu flestar útgerðir búnar að ná sínum kvóta eða að sækja síðustu tonnin á miðin um þessar mundir.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).