4. hæð í Fiskiðjuhúsinu og Vigtarhúsið:

Bærinn búinn að selja

16.Mars'16 | 06:40

Um miðjan febrúar sl. greindi Eyjar.net frá að Vestmannaeyjabær væri búinn að setja á sölu Vigtarhúsið svokallaða sem og fjórðu hæð Fiskiðjunnar. Í gær var fjallað um þau kauptilboð sem lágu fyrir á fundi bæjarráðs.

Um er að ræða kauptilboð Eyjablikks í 4. hæð Ægisgötu 2 - Fiskiðjuhúsinu - sem er skv. fasteignaskrá 615,4 fm. Kauptilboðið hljóðar upp á 42.750.000 kr.

Eins og þekkt er eignaðist Vestmannaeyjabær Fiskiðjuna eftir eldsvoða sem þar varð árið 2007. Um er að ræða 4.200 m2 byggingu sem lengst af var nýtt sem Fiskvinnsluhús. Eftir að slík vinnsla lagðist þar af hefur húsið verið til mikils vansa fyrir svæðið sem er aukin með því að um er að ræða eitt mest áberandi hús í miðbæ Vestmannaeyja. Kostnaður Vestmannaeyjabæjar við eignarlega yfirtöku á fasteigninni var á sínum tíma hverfandi lítill enda dekkuðu útgreiddar tjónbætur rúmlega þann kostnað. Í samræmi við skipulagsráðgjöf Alta og miðbæjarskipulag Vestmannaeyja tók Vestmannaeyjabær ákvörðun um að endurgera húsnæðið sem næst upprunalegu útliti og nýta hana til vaxtar í stað þess að láta hana grotna niður fyrir augum bæjarbúa og gesta.

Fyrirliggjandi tilboð er gert með það að markmiði að styðja við þessar hugmyndir, að því er fram kemur í bókun bæjarráðs sem samþykkti tilboðið.

 

Sala á Vigtarhúsinu

Fyrir bæjarráði lágu tvö kauptilboð í svokallað Vigtarhús sem stendur við Strandveg og er 740,9 m2 skv. fasteignaskrá, þar af kjallari sem er 410 m2. Hærra tilboðið hljóðar upp á 16.000.000 kr.

Vestmannaeyjabær keypti á sínum tíma Vigtarhúsið af skipulagsástæðum en þar var þá m.a. rekin timbursala. Eftir kaup á eigninni og aðliggjandi eign (Fiskiðjuhúsinu) hefur svæðið tekið miklum breytingum og ráða þar mestu framkvæmdir við Vigtartorgið. Húsið á sér ríka sögu en lengst af var þar bæði fiskverkun og vigtun á afla. Húsið er áberandi í bæjarmynd Vestmannaeyja og arkitektúr þess, sérstæður með bogadregnum línum og þaki sem að hluta til er borið uppi af súlum. Húsinu fylgja skipulagskvaðir um að á jarðhæð skuli rekin miðbæjartengd starfsemi svo sem verslun, þjónusta, veitingasala eða svipaður rekstur. Þá liggur einnig fyrir byggingaréttur um hæðir ofan á húsið, segir í bókun ráðsins.

Bæjarráð samþykkti að taka hærra tilboðinu í Vigtarhúsið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-