Mikið í bígerð hjá Ísfelli í Eyjum

Stórbætt þjónusta við flottroll

11.Mars'16 | 14:14

Um síðustu áramót keypti Ísfell ehf nótaverkstæðið Net ehf í Vestmannaeyjum en fyrir rak Ísfell netaverkstæði við Flatir í Vestmannaeyjum. Þessi fyrirtæki hafa núna verið sameinuð og verður starfsemi Ísfells starfrækt á einum stað við Kleifarbryggju inn í Friðarhöfn.

„Við stefnum að því að flytja frá Flötum og starfsemin verði komin undir eitt þak í apríl n.k. á Kleifarbryggju,“ segir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri Ísfells í Eyjum.

„Í framhaldi af flutningum er á teikniborðinu að stækka núverandi húsnæði um 530 fermetra, sem verður að lokinni stækkun um 2100 fermetrar. Um þessar mundir er unnið að standsetningu á húsnæðinu, endurnýjun á starfsmannaaðstöðu, skrifstofum og kaffistofu og uppsetning á blakkarkerfi fyrir loðnu- og síldarnætur er komin af stað.“

Einnig er verið að koma upp vel útbúnu víraverkstæði ásamt verslun með vörur til útgerðar. Þá er verið að ljúka við 650 fermetra útisvæði sem notað verður sem geymslusvæði fyrir víra og rockhopper. „Eftir þessa breytingar verður hægt að taka nætur beint frá skipi inn í hús og það sama má segja um flot- og botntroll,“ bætir Birkir við. Starfsmenn verða um tíu í Eyjum.

 

Bætt aðstaða

Hafin er vinna við að setja upp stóra flottrollstromlu ásamt blakkarkerfi sem mun gjörbreyta og gera vinnu við viðhald og framleiðslu á flottrollum í Eyjum þægilega og skilvirka, að sögn Birkis.

„Hingað til hefur vantað góða aðstöðu í Eyjum til flottrollsvinnu og stór hluti viðhaldsvinnu hefur farið fram á bryggjunni. Að lokinni stækkun á húsnæðinu við Kleifarbryggju mun verða til 70 metra flottrollsbraut sem mun gera vinnuna léttari og skilvirkari. Það segir sig sjálft að hlutirnir vinnast betur í upphituðu húsnæði með góða lýsingu og öll nauðsynleg tól og tæki. Það er því mikið tilhlökkunarefni fyrir starfsfólk Ísfells að geta boðið uppá bætta þjónustu og heildar lausn fyrir öll veiðarfæri í Vestmannaeyjum,“ segir Birkir.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is