Skipulagsmál:

Vaxandi umsvif á Eiðinu

10.Mars'16 | 06:55

Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að farið verði í íbúakönnun vegna bætts aðgengis út í Löngu. Töluverð uppbygging hefur átt sér stað á Þrælaeiðinu síðustu misseri. Enn eru frekari byggingar fyrirhugaðar á Eiðinu? Eyjar.net ræddi við formann ráðsins, Margréti Rós Ingólfsdóttur um málið.

„Líkt og það sem þú spyrð um eru alltaf skipulögð af sveitarfélaginu en aldrei af einkaaðilum en mikil áhersla er lögð á að hafa samráð við sem flesta við slíka skipulagsvinnu. Það sem þú ert þó væntanlega að vísa í er svæði sem er austan við frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar, upp við Kleifarnar. Varðandi það, þá liggur fyrir að Vinnslustöðin stefnir að verulegri stækkun á frystigeymslu sinni við Kleifarveg samkvæmt deiliskipulagi." segir Margrét Rós.

Ennfremur segir hún að í tengslum við þá byggingu og vaxandi umsvif á svæðinu, hefur það verið rætt við skipulagsyfirvöld hvort heimilt yrði að byggja á aðliggjandi lóð austan við frystigeymsluna, upp við Kleifarnar. Slíkt hefur ekki verið stefnan hingað til og ráða þar bæði skipulagsleg rök sem og sú staðreynd að þarna liggja mikilvægar fráveitulagnir.

Áskorunin er sú að gæta þarf að hagsmunum fyrirtækja og á sama tíma að sýna náttúruperlum virðingu

Margrét segir að eitt af því sem hefur blandast inn í þessa umræðu er þörf fyrir svæði fyrir nætur uppsjávarskipa, en eftir því sem byggingum fjölgar á svæðinu þá þrengist eðlilega að slíku geymsluplássi. Þess vegna hefur ráðið haft til skoðunar hvernig hægt sé að nýta þessa umræddu lóð austan Kleifarvegar þannig að hún nýtist sem best og einnig til að af henni verði meiri sómi en nú er. Áskorunin er sú að gæta þarf að hagsmunum fyrirtækja, sem eru hreinlega helstu stoðir byggðarinnar okkar og á sama tíma að sýna virðingu þeim náttúruperlum sem eru í Vestmannaeyjum. Ráðið hefur ásamt bæjarstjórn fundað vegna þessa svæðis, en engin vilyrði hafa verið gefin.

„Varðandi íbúakosninguna, þá er hún fyrirhuguð í apríl. Markmið hennar er kanna vilja almennings til þess að bæta aðgengi út í Löngu áður en að lagt verður út í kostnað við skipulagsvinnu, vinnu við hrunmat og fleira sem nauðsynlegt er. Ef vilji almennings er að aðgengi verði bætt, verður slíkt að sjálfsögðu skoðað af fullri alvöru." segir Margrét að lokum í samtali við Eyjar.net.

 

Þessu tengt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.