Fjölluðu um vitlausa könnun
9.Mars'16 | 08:15Eyjafrettir.is fjölluðu í gær um skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Eyjar.net undir fyrirsögninni „Sameinast í kröfu um nýtt skip og endurbætur á Landeyjahöfn". Ekki verður betur séð en þeir hafi farið áravillt - því könnunin sem vísað er í er frá því í febrúar 2015.
Í fréttinni segir m.a:
„Yfir 80 prósent segja stöðuna í siglingum á sjó hafi neikvæð áhrif á íbúaþróun í Eyjum."
Ekkert var spurt út í íbúaþróun í nýju könnuninni - það var hinsvegar spurt um það árið 2015.
Og enn að fréttinni:
„Þá er spurt um traust til Vegagerðarinnar, innanríkisráðuneytisins og bæjarstjórnar til að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag samgangna milli lands og Eyja. Traustið er ekki mikið á Vegagerð og ráðuneytinu samkvæmt könnuninni en um helmingur ber mikið eða frekar mikið traust til bæjarstjórnar."
Hið rétta er að í könnun ársins 2016 eru 33,9% bera mikið traust til bæjarstjórnar í samgöngumálum en 49,2% lítið traust.
Er til of mikils mælst að menn skoði allavega ártalið áður en þeir fjalla um mikilvæg mál?

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.