Umhverfis- og skipulagsráð:

Fá kostamat vegna uppbyggingar smáhýsa

9.Mars'16 | 06:58
Smahysi_2

Hér má sjá dæmi um slíkt smáhýsi

Deiliskipulag á íþróttasvæði var til umfjöllunnar á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs en áður hafði umrædd breytingartillaga verið kynnt á opnum íbúafundi.

Skipulagsfulltrúi lagði fyrir ráðið tillögu af breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði við Hástein. Tillagan sem unnin er af Alta ehf. sýnir breytingar á grasflöt sunnan Þórsvallar, þar sem fyrirhugað er að byggja þjónustumiðstöð og 33 smáhýsi í "Glamping" stíl.

Ráðið hefur fyrr bókað að það líti jákvæðum augum á uppbyggingu smáhýsa líkt og umsókn gerir ráð fyrir. Að því sögðu, þá vill ráðið þakka þeim fjölmörgu sem mættu á íbúafund um deiliskipulagsbreytinguna en slíkir fundir eru haldnir til að efla samráð við íbúa og gefa þeim færi á að koma ábendingum beint til kjörinna fulltrúa. Eftir þann fund er ljóst að bregðast þarf við þeim ábendingum sem þar komu fram varðandi tjaldsvæði við Þórsheimili. Slíkt mun verða gert og verða tillögur til úrbóta kynntar íbúum á næstu misserum.
 
Til að auðvelda ráðinu úrvinnslu ábendinga íbúa felur ráðið skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa frá ALTA ehf. að vinna kostamat vegna uppbyggingar smáhýsa í Vestmannaeyjum á þremur svæðum, sunnan við Þórsvöll, vestan Hásteinsvallar og við þjónustumiðstöð tjaldsvæðis í Herjólfsdal.
 
Ráðið frestaði erindinu þar til kostamat liggur fyrir.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.