Ómar Ragnarsson skrifar:

Aðeins sumarhöfn, því miður

8.Mars'16 | 06:53
omar_dv

Ómar Ragnarsson. Mynd/dv.is

Nú eru liðin sex ár frá gosinu í Eyjafjallajökli, en framburður aurs í upphafi þess goss niður eftir farvegi Markarfljóts var notaður sem útskýring og eins konar afsökun á sandburðinum inn í Landeyjahöfn.

Sömuleiðis hafa "óvenjulega miklir umhleypingar" verið algeng útskýring á lokun hafnarinnar á veturna, þegar hið rétta er, að erfið vetrartíð er lögmál á Íslandi, af því að landið liggur á útmánuðum á þeim stað á jörðinni þar sem að jafnaði dýpsta lægð jarðar á sunnanverðu Grænlandshafi liggur upp að næst hæstu hæð jarðar yfir Grænlandi, en þar með er lagður grunnur að einum vindasamasta stað jarðarinnar.

Um allt land eru grjótgarðar notaðir til að safna að sér sandi þar sem aðgerða er þörf vegna landbrots, og er það til dæmis lausn, sem nota þarf við Vík í Mýrdal.

Þess vegna var það ofur fyrirsjáanlegt að garðarnir út úr Landeyjahöfn myndu gera það sama og garðar við Vík og fyrirsjáanlegt að Landeyjahöfn yrði aðeins nothæf á sumrin.

Við það missa Vestmannaeyingar því miður algerlega af ferðamannastraumnum, sem nú leikur í vaxandi mæli um Ísland að vetrarlagi og ekkert við því að gera, ekki frekar en að breyta lögmálum veðurfars og sandburðar við suðurströndina.

Það breytir ekki því að úr því sem komið er verður að reyna að nýta þessa höfn eins og mögulegt er ef gæta á jafnræðis með landsmönnum varðandi samgöngur og samgöngumannvirki.

 

Bloggsíða Ómars.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is