Guðrún Jónsdóttir skrifar:

Vegna samgöngukönnunar MMR

7.Mars'16 | 19:55

Ég var ein af þeim sem lentu í úrtaki umræddrar skoðanakönnunar og ég var ein af þessum stórskrýtnu 5,6% sem sögðu „mjög ósammála“ við spurningunni „Hversu sammála eða ósammála ertu því að gerðar verði umbætur á Landeyjahöfn til að auka notkunartíma hennar áður en ný Vestmannaeyjaferja verður smíðuð?”

Ég segi stórskrýtnu því það svar stakk svo augljóslega í stúf við svörin á undan, svörin við spurningunum "Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með núverandi fyrirkomulag sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja?" og "Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að Landeyjahöfn í óbreyttu ástandi muni ein og sér ná að þjóna framtíðar sjósamgöngum við Vestmannaeyjar allt árið um kring?" Svo skrýtið var þetta svar mitt í tengslum við hin svörin að spyrjandinn hikaði og nánast hváði, endurtók svarið mitt í spurnartón og ég staðfesti þetta skrýtna svar. Því ég vil nýtt skip og ég vil það strax. Ekki þegar búið er að humma þetta endalaust fram af sér, sjá til, skipa nefndir, skoða höfnina og velta þessu fram og til baka næstu árin eða áratugina.

Þegar ég svaraði könnuninni og ekki síður þegar ég skoðaði niðurstöðurnar hvarflaði hugurinn u.þ.b. aldarfjórðung aftur í tímann (já maður er orðinn svona gamall) og ég rifjaði upp gömlu sálfræðikennarana mína tala um þær gildrur sem auðvelt er að leggja fyrir og lenda í þegar gerðar eru kannanir.  Gildrur sem koma til vegna mannlegra eiginleika og takmarkana. Við viljum flest sýna okkur í sem bestu ljósi og hluti af því er að vera samkvæmur sjálfum sér, annar hluti er að þóknast spyrjandanum. Þegar spyrjandinn/rannsakandinn (eða höfundur könnunar) er sjálfur ekki á varðbergi gagnvart þessum gildrum er hætta á að hann óafvitandi og ómeðvitað leiði svörin í áttina að þeim niðurstöðum sem hann býst við eða óskar eftir. Á ensku er þetta stundum kallað “self fullfilling prophecy”.

Það var einmitt fyrir tæpum áratug að ég flutti hingað, árið 1992. Sama ár kom “nýji Herjólfur” til Eyja. Ég man eftirvæntinguna, gleðina og spennuna þegar hann kom siglandi inn í höfnina og öllum bæjarbúum var boðið um borð að skoða.  Nánast allir töluðu um hversu miklar framfarir þetta væru og mörgum var tíðrætt um hvað lyktin væri góð í nýja Herjólfi. Gamli Herjólfur hefði að vísu staðið sig mjög vel en hann væri orðinn alltof lúinn og til að mynda væri lyktin í öllum vistarverum orðin óbærileg. Og hann væri nú orðinn 16 ára gamall greyið.

Síðan eru liðin næstum 24 ár.  Nýji Herjólfur er orðinn 24 ára. Og hann er bæði lúinn og illa lyktandi þó hann hafi þjónað okkur vel þennan tíma. Við getum ekki beðið lengur eftir nýju skipi.

Ég veit að við sem hér eigum heimili og búum við þær samgöngur sem til staðar eru, viljum öll breytingar, framfarir og þróun. Og öll viljum við byggðarlaginu okkar hið besta. Og það er fullkomlega skiljanlegt að menn láti undan þeirri sálfræðilegu þörf að safna í lið til að sanna sitt mál. En ég velti því fyrir mér hver niðurstaða umræddrar könnunar hefði verið ef umrædd spurning hefði verið svohljóðandi: “Hversu sammála eða ósammála ertu því að setja alla þróun í samgöngubótum á bið á meðan verið er að kanna hvort mögulegt sé að gera umbætur á Landeyjahöfn, jafnvel þó það þýði óbreytt ástand sjósamgangna næstu áratugi?”

 

Guðrún Jónsdóttir.

 

Hér má sjá umrædda könnun.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.