Stjórnendur GRV skrifa:

Umræða um skólamál er af hinu góða

7.Mars'16 | 15:23

Það var mjög svo ánægjulegt að fletta síðasta tölublaði Frétta, 2. mars sl. Þar var að finna þó nokkrar skemmtilegar fréttir frá GRV og málefnum tengdum skólanum. En einnig var þar að finna stutta grein um úttekt sem skal fara fram á skólanum á næstu vikum.

Á fundi fræðsluráðs 17. desember 2015 var eftirfarandi bókað: „...Á seinustu misserum hefur verið ráðist í aðgerðir sem vafalaust eiga eftir að skila betri árangri í samræmdum mælingum og skólastarfi almennt. Eftir sem áður telur fræðsluráð ljóst að leita beri allra leiða til að bæta árangur GRV og að það sé óásættanlegt að nemendur í Vestmannaeyjum séu undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. Með það fyrir augum telur ráðið æskilegt að leita til óháðra aðila til að framkvæma faglega úttekt á starfi GRV með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur GRV mælast að jafnaði undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum...“

Í kjölfar þessarar bókunar höfðu stjórnendur GRV samband við Menntamálastofnun og fengu aðgang að niðurstöðum allra skóla í samræmdum prófum á árunum 2009-2015. Til að glöggva okkur enn frekar á stöðu GRV tókum við út nokkra skóla á landinu sem við teljum sambærilega okkur, einkum hvað varðar búsetu, samsetningu samfélags, nemendahópa og slíkt. Þessar upplýsingar settum við upp í súlurit og þegar við rýndum í upplýsingarnar sáum við að staða okkar er ekki algjörlega óásættanleg.

Skólastarf byggist upp á mörgum samverkandi og yfirgripsmiklum þáttum og samræmd próf eru einungis einn þáttur í þessu samspili. Við viljum gjarnan gera betur og teljum okkur hafa sýnt fram á það undanfarið með metnaðarfullu starfi okkar. Við höfum á all flestum sviðum verið að auka utanumhald og fagmennsku. Starfsmannahópurinn er samstilltur í verkefninu og við höldum ótrauð áfram í átt að gæðum.

Við veltum því fyrir okkur hvort eðlilegt sé að úttektin fari fram út frá þessum eina þætti skólastarfsins.

 

Stjórnendur í GRV

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.