Jóhann Jónsson skrifar:

Loksins

7.Mars'16 | 11:23

Mikið óskaplega fagna ég greinum þeim sem Sigurður Áss og Elliði eru að senda frá sér núna. Að viðurkenna að ný ferja bjargi ekki öllu heldur að eitthvað sé að við hafnargerðina er stórt spor til sameiningar í umræðunni. Það þarf nefnilega að viðurkennast að mistök hafi verið gerð og síðan að skoða hvað hægt er hægt að gera til að lagfæra mistökin.

Ekki hef ég hundsvit á hvað er til úrbóta en kannski má skoða að víkka hafnarmynnið, færa garðana (út og austur), moka höfnina svo hún verði eins og hún var hönnuð (væntanlega ekki full af sandi) eða hvað annað sem mönnum dettur í hug í sambandi við úrbætur. Gæti jafnvel verið hægt að stækka ferjuna um aðra + 4 metra til að bæta við kojuaðstöðu sem er nú eitt af stóru málunum, ef sigla þarf í Þorlákshöfn.

Nú þurfum við ekkert að finna sökunauta. Byrjum bara á að tala saman, áhöfn Herjólfs, sjómenn, verkfræðingar og aðrir sem eitthvað hafa fram að færa. Þá fer okkur að miða áfram að því marki sem okkur öll dreymir um.

En við megum ekki gleyma því að allt sem að gert hefur verið er númeri of lítið þannig að framhaldið þarf að vera stærra því Vestmannaeyjar hafa uppá svo margt að bjóða sem áhugavert er að skoða og á ekki að koma okkur á óvart.

 

Jóhann Jónsson

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.