Yfirlýsing:

Bæjarstjórn heitir því að berjast áfram

7.Mars'16 | 22:02

Vegna niðurstöðu könnunar MMR á viðhorfi bæjarbúa til samgangna við Vestmannaeyjar viljum við undirrituð bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja gera grein fyrir eftirfarandi:

Eins og nánast allir bæjarbúar erum við afar óánægð með núverandi fyrirkomulag sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja.  Við, eins og aðrir bæjarbúar, viljum fá sem stærsta ferju til að sigla sem flestar ferðir í Landeyjahöfn.  Við viljum einnig að hin nýja ferja verði hönnuð til siglinga í bæði Landeyjahöfn og Þorlákshöfn enda teljum við ekki að tilkoma nýrrar ferju tryggi ein og sér samgöngur í Landeyjahöfn alla daga ársins.    

Öll hefðum við svarað spurningunni um hvort við myndum vilja endurbæta Landeyjahöfn áður en skip er smíðað, játandi.  Það er þó með þeim fyrirvara að hægt væri að fara í þá framkvæmd tafarlaust.  Þær hugmyndir að breytingum á höfninni sem skoðaðar hafa verið eru enn ekki nægilega rannsakaðar til að hægt sé að hefja  framkvæmdir.  Breytingar á höfninni eru hinsvegar enn til skoðunar og að mati þeirra sem best þekkja til eru enn að minnsta kosti einhver ár í að hægt verði að bæta höfnina með slíkum aðgerðum.  Það sem hægt er að gera strax er að smíða nýtt skip og bæta þannig ástandið.

Við skiljum vel þá reiði og það vantraust sem umlykur alla umræðu um samgöngur á sjó við Vestmannaeyjar.  Með það í huga erum við bæjarbúum þakklát fyrir að bæjarbúar bera enn mest traust til bæjarstjórnar þegar kemur að ákvörðun um framtíðarskipulag sjósamgangna milli lands og Eyja, þrátt fyrir að bæjarstjórn fari ekki með forræði samgöngumála.  Traust til allra sem um málið fjalla hefur eðlilega dregist saman og mun væntanlega dragast enn frekar saman þar til ástandið verður bærilegra. 

Við undirrituð heitum því að berjast af öllu afli fyrir hagsmunum Vestmannaeyja hvað samgöngur varðar.  Við heitum því einnig að sú barátta verður í senn einbeitt og yfirveguð.  Afstaða okkar mun áfram taka mið af því sem hægt er að gera hverri stundu frekar en því hvað við myndum vilja að væri hægt.  Við teljum að næsta skref í bættum samgöngum við Vestmannaeyjar sé að smíðað verði nýtt skip sem bætir öryggi í siglingum og fjölgi þeim dögum sem siglt er í Landeyjahöfn.  Baráttan fyrir endurbótum á höfninni verður að halda áfram.

 

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Birna Þórsdóttir

Elliði Vignisson

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Páll Marvin Jónsson

Stefán Jónasson

Trausti Hjaltason

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.