Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar

Rokkmessa í Landakirkju

5.Mars'16 | 07:50

Á morgun verður Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldin hátíðlegur í öllum kirkjum landsins og í tilefni af því ætlar Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum að standa fyrr Rokkmessu.

Fyrir hart nær 20 árum síðan, í tíð Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur, var slík messa haldin og voru það drengirnir í hljómsveitinni D7, leiddir af söngvaranum Ólafi Kristjáni Guðmundssyni (Þ. B. Ólafssonar), sem fluttu rokkgospel af bestu gerð. Í þetta skiptið ætlar Ólafur einnig að syngja en undir hjá honum leikur hið stórmerka Landaband sem hefur séð um tónlistina í tónlistarmessunum undanfarin ár. Þar má nefna messur þar sem tónlist U2, Elvis, Johnny Cash, Blúsbræðra og Pink Floyd hefur verið leikin.

Messan hefst stundvíslega kl. 20:00, prestur verður sr. Guðmundur Örn Jónsson (hver veit nema hann taki einnig lagið) og Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi predikar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.