Stefán Ó. Jónasson um auknar frátafir:

Setur málið í allt annað samhengi

3.Mars'16 | 11:56

Síðustu daga hafa bæjarfulltrúarnir Elliði Vignisson og Páll Marvin Jónsson rætt um að frátafir nýrrar ferju geti orðið mun fleiri daga en ályktun bæjarstjórnar hljóðaði uppá í lok janúar. Lítum á hvað þar stóð:

„Bæjarstjórn vill frá upphafi að samgönguyfirvöld séu meðvituð um að frátafir í siglingum í Landeyjahöfn geta því orðið verulega  umfram fyrri áætlanir þegar veður eru verst.  Þannig kæmi það bæjarstjórn ekki á óvart þótt að í 20 til 30 daga þurfi ferjan að sigla í Þorlákshöfn.“

Eyjar.net setti sig í samband við oddvita minnihlutans, vegna þessara nýju tíðinda og hvort hann fylgi þeim félögum úr meirihlutanum er kemur að frátöfum nýrrar ferju?

Stefán Óskar Jónasson segir þetta hafi komið algjörlega flatt uppá sig og mun hann kalla eftir hvort ný gögn hafi verið lögð fram í málinu. Skipið sé hannað með kojur fyrir tæplega  40 manns og ljóst að sé að þetta miklar frátafir setji málið í allt annað samhengi. Það hafi verið samþykkt að miða við 20-30 daga í lok janúar sl, en nú sé það búið að tvöfaldast og jafnvel þrefaldast miðað við orð bæjarstjóra og formanns bæjarráðs.

„Þetta er náttúrulega allt annað en um var rætt og þessir sömu menn skrifuðu nýverið uppá ályktun sem segir 20-30 daga í frátafir. Lengst af var talað um 10 heila daga í þessum efnum, Hvað breyttist?“  spyr Stefán.

Hið góða í þessu er að enn er hægt að skoða málið. Hvort rétt sé að endurmeta áhersluatriðin í þessu máli öllu saman. Ég óttast það verulega að fólki finnist það svikið ef það þarf að fara sigla í fleiri mánuði á minni, grunnristari ferju til Þorlákshafnar. Það getur þýtt stöðnun og afturför fyrir okkar góða samfélag, segir Stefán Jónasson í samtali við Eyjar.net.

 

Tengd frétt.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).