Formaður fjárlaganefndar:

Hélt að það væri meiri samstaða um nýsmíði ferju

2.Mars'16 | 06:56

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir í viðtali við Eyjar.net að henni sýnist málið varðandi nýsmíði ferju vera komið það langt að erfitt gæti reynst að breyta um stefnu. Jafnframt gagnrýnir hún að umræðan um málið hafi ekki verið tekin t.d. við vinnslu fjárlaga fyrir 2016.

Fjárlaganefnd fjallaði um málefni Landeyjahafnar og nýsmíði ferju á fundi sínum á mánudaginn. Alls komu fyrir nefndina 4 hópar. Fyrst kom hópur skipstjóra sem siglt hefur í Landeyjahöfn, þá komu fulltrúar bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Þriðji hópurinn var frá Vegagerðinni og að endingu komu embættismenn frá Innanríkisráðuneytinu. Eyjar.net var á staðnum og mun næstu daga greina frá því sem fram fór á fundinum.

Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir hafði þetta um málið að segja:

Á fund fjárlaganefndar komu alls fjórir hópar til að ræða stöðu Landeyjahafnar og framtíðarhugmyndir í ferjumálum og úrlausnum tengdum höfninni. Óhætt er að segja að ólíkar áherslur hafi komið fram - varðandi hvað sé best að gera og hvað komi til með að henta best. Hvað telur þú að sé rétt næsta skref í málinu?

Mér sýnist málið vera komið það langt að erfitt gæti reynst að breyta um stefnu. Aðkoma þingsins er sannarlega lítil í forgangsröðun til þjóðvega landsins, enda erum við enn að bíða eftir samgönguáætlun. Líklega sitjum við uppi með orðinn hlut – en ég gagnrýni að þessi umræða var ekki tekin t.d. við vinnslu fjárlaga fyrir 2016. Þetta er því ansi umræðulaust að mínu mati. Gjarnan er vísað í ákvarðanir sem voru teknar á árunum 2007 – 2008. Síðan þá eru liðnar tvennar alþingiskosningar og Alþingi allt öðruvísi skipað í dag en þá var.  Ég tel að rétt væri að skoða málið betur og hef kastað upp þeirri hugmynd að farið verði í að niðurgreiða flugmiða til Eyjamanna á meðan yfirveguð umræða fer fram.

Nú er ekki á fjárlögum þessa árs fjármagn til nýsmíðar ferju. Telur þú að hægt að sé að fara í útboð án þess að fjármagnið sé á fjárlögum?

Ég hef gagnrýnt þessi vinnubrögð því ekki eru nema nokkrar vikur síðan fjárlögum var lokað fyrir árið 2016. Þetta er líka á móti tilgangi laga um opinber fjármál sem samþykkt voru í haust í þinginu – en meginstef þeirra er agi og fyrirsjáanleiki í ríkisrekstri. Það skal tekið fram að þetta útboð er skilyrt á þann hátt að það þurfi samþykki Alþingis. En þá líka stöndum við frammi fyrir orðnum hlut í haust ef útboðið fer fram núna í vor. S.s. fjárveitingavaldinu er stillt upp við vegg.

Á fundinum í fjárlaganefnd kom fram hjá fulltrúa Vegagerðarinnar setja þyrfti fastan dælubúnað í og við Landeyjarhöfn en búnaðurinn gæti kostað á bilinu 100-1500 milljónir, en þó væri fyrirséð að sanddæling kosti 250 mkr. á ári, næstu árin. Er það öruggt að þeir fjármunir verði tryggðir til að halda Landeyjarhöfn opinni næstu ár?

Nei ekki samkvæmt orðanna hljóðann – því fjárlög eru ákveðin fyrir hvert ár í senn. Sanddæling er rekstrarkostnaður hafnarinnar og ég tel að litið sé svo á að  gert er ráð fyrir þessum kostnaði ár hvert. Því fær Vegagerðin fjármagn til að setja í þetta verkefni á meðan höfnin er ekki afskrifuð og aflögð eins og ég sá að var ein tillaga Sigurðar Áss var í þessu viðtali.

Kom þér eitthvað á óvart af því sem greint var frá á fundinum?

Já, ég hélt að það væri meiri samstaða um þessa leið sem virðist vera uppi um að smíða nýja ferju. Fundurinn var góður og gott fyrir nefndarmenn í fjárlaganefnd að fá heildaryfirsýn yfir málefnið. Ég óska Vestmanneyingum velfarnaðar í framtíðinni og vona að farsæl lausn finnist á samgöngumálum eyjanna, sagði Vigdís Hauksdóttir í samtali við Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.