Fulltrúi SASS verður með aðsetur í Eyjum

2.Mars'16 | 11:34

Á fundi nr. 2998 fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna hagvæmniathugun á áframhaldandi aðild að SASS og mögulegri úrsögn með það fyrir augum að efla heldur atvinnuþróun og nýsköpun hér heima í héraði. Niðurstaða athugarinnar var kynnt í bæjarráði í gær.

Á fundinum kom fram að á seinustu vikum hafi umtalsverð breyting átt sér stað á starfsemi SASS sem meðal annars hefur miðað að því að efla atvinnuþróun og nýsköpun staðbundið á starfssvæðinu. Til marks um það hefur SASS nú gert þjónustusamning við Þekkingarsetur Vestmannaeyja sem gerir ráð fyrir að atvinnu- og nýsköpunarfulltrúi verði ráðin við stofnunina með aðsetur og starfsemi í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð telur þessar breytingar skref í rétta átt og telur það mæta óskum sínum um eflingu atvinnuþróunar og nýsköpun og því feli fyrirliggjandi hagkvæmni athugun ekki sér þörf fyrir úrsögn að svo stöddu, segir í bókun ráðsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.