Bæjarstjórn í gær:

Meirihluti framkvæmda-og hafnarráðs óskar eftir hljóðupptöku á fundum ráðsins

26.Febrúar'16 | 13:13

Á fundi bæjarstjórnar í gær var tekið fyrir erindi frá nefndarmönnum D lista í framkvæmda-og hafnarráði þar sem fram kemur ósk þeirra til hljóðupptöku á fundum ráðsins.

Afgreiðslutillaga:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur afar mikilvægt að trúnaður og samstarfsvilji ríki meðal þeirra fulltrúa sem koma að störfum fagnefnda og bendir á að slíkt er áskilið í þeim lögum og þeim reglugerðum sem liggja til grundvallar starfi þeirra. Sérstaklega vísast þar til 6. gr. siðareglna þar sem segir:
“Kjörnir fulltrúar skulu virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Vestmannaeyjabæjar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggir hann á lögmætum og málefnalegum rökum.”

Bæjarstjórn hefur fullan skilning á því að brot á trúnaði og rangfærslur um það sem fram fer á fundum valdi erfiðleikum og ógni heiðri einstakra fundarmanna. Hinsvegar er það meginreglan skv. sveitarstjórnarlögum að fundir séu lokaðir og vill bæjarstjórn Vestmannaeyja trúa því að nefndarmenn í framkvæmda- og hafnaráði geti tamið sér vinnubrögð sem sómi er að. Undanfarin ár hefur ríkt góður og víðtækur trúnaður og samstarfsvilji milli allra nefndarmanna allra flokka í nefndum og ráðum hjá Vestmannaeyjabæ. Jafnvel þótt bæði flokkar og einstaklingar séu ólíkir og takist sé á um markmið og leiðir þá hefur þeim borið gæfa til að koma fram við hvern annan af virðingu, virða trúnað og vinna eftir þeim lögum og reglum sem um störf þeirra gilda.

Bæjarstjórn vill því að svo stöddu hafna beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hljóðupptökur á fundum ráðsins og hvetja fulltrúa til að haga störfum sínum þannig að ekki reynist þörf á slíku. Telji nefndarmenn að áfram verði vanhöld á trúnaði og rangfærslur um það sem gerist á fundum ráðsins mun bæjarstjórn eftir atvikum tryggja starfsöryggi nefndarinnar með viðeigandi hætti.

Var afgreiðslutillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%