Sigurður Áss Grétarsson:

„Þrír kostir í stöðunni í Landeyjahöfn“

26.Febrúar'16 | 21:03

„Það eru þrír aðalkostir í stöðunni núna“,segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar. „Þeir eru að bjóða út smíði nýrrar ferju, að gera verulegar endurbætur á höfninni eða afskrifa Landeyjahöfn og hanna nýtt skip til siglinga í Þorlákshöfn.“

Sigurður segir að smíði nýju ferjunnar taki langstystan tíma og kosti minnst.

Sigurður Áss segir að ein aðalforsenda Landeyjahafnar hafi verið ný ferja. „Það tekur um 2 ár að smíða hana.“  Vegagerðin skilaði útboðsgögnum til Innanríkisráðuneytis fyrir áramót. Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur í ráðuneytinu, staðfesti við Fréttastofu snemma í þessum mánuði að sérfræðingar ráðuneytisins hefðu skilað útboðsgögnum til ráðherra. Ráðherra sagði snemma í vetur að stefnt væri að útboði öðru hvoru megin við áramót. Undanfarnar vikur hafa margir gagnrýnt hugmyndir að nýju ferjunni og viljað fara aðrar leiðir.

„Annað tekur miklu lengri tíma“

„Að gera endurbætur á Landeyjahöfn tekur í það minnsta 5 ár, en líklega frekar 10 til 15 ár“, segir Sigurður Áss Grétarsson. „Það tekst jafnvel aldrei.  Það þarf að ljúka ítarlegum rannsóknum áður en ráðist er í framkvæmdir, sem nú er ekki víst að skili nokkru. Svo taka þær sinn tíma.  Að afskrifa Landeyjahöfn eða gera hana að sumarhöfn er annað mál.  Smíði hraðskreiðrar ferju kostar margfalt meira en þeirrar sem er á teikniborðinu. Skip af þeirri stærð sem talað er um og á að geta siglt til Þorlákshafnar á 2 tímum, mun aldrei passa fyrir Landeyjahöfn. Það þarf líka að hanna og smíða það. Svo þyrfti að stækka ferjuaðstöðuna bæði í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum.“

Tekur 40% fleiri bíla

Landeyjaferjan er aðeins einum metra styttri en gamli Herjólfur, en ristir miklu grynnra og á að geta siglt miklu oftar í Landeyjahöfn á hverju ári. Hún er hönnuð til að flytja 40% fleiri bíla og verður að hluta rafdrifin. „Nýja ferjan gæti líklega siglt í Landeyjahöfn í dag. Svo má ekki gleyma að svona ferja afskrifast á mörgum árum og er því seljanleg. Þannig eru þeir fjármunir sem fara í að smíða nýja ferju eru ekki glataðir þótt breytt verði um stefnu.  Menn verða að hafa í huga að Herjólfur er orðinn 23 ára og ekki yngist hann með árunum,“ segir Sigurður Áss. 

 

Rúv.is greindi frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).