Uppfært:

Lögregluaðgerðir vegna bílastæðadeilu

24.Febrúar'16 | 07:07

Enn á ný dregur til tíðinda í lóðardeilu á milli eiganda Heiðarvegs 10 og eiganda Græðisbrautar 1. Líkt og Eyjar.net greindi frá rétt fyrir jól var sett lögbann á við frekari girðingum á lóðarmörkum Heiðarvegs 10 þar sem verslunin Toppurinn var áður til húsa.

Það var svo fyrir réttum hálfum mánuði að tilfærslur voru gerðar á girðingum innan lóðarinnar - þrátt fyrir að lögbann væri í gildi. Lögreglan lét því til skarar skríða í gær og mætti með kranabíl og fjarlægði af svæðinu stólpa og þakefni.

Í fyrradag á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar voru afgreiddar tvær umsóknir frá lóðarhafa Heiðarvegs 10. Annarsvegar var sótt um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni og hinsvegar umsókn um leyfi til að breyta notkun 2 hæðar úr veitingahúsi í íbúð.

Ráðið samþykkti að veita stöðuleyfi fyrir gáma til 6 mánaða á norðurlóð. Gámar skulu vera staðsettir skv. afstöðumynd tæknideildar. Ráðið ítrekar að Vestmannaeyjabær er ekki aðili að réttarágreiningi sem er milli lóðarréttarhafa Heiðarvegi 10 og Græðisbrautar 1. Ráðið áskilur sér rétt til að afturkalla leyfisveitinguna ef að talið sé líklegt síðar að hún brjóti gegn settu lögbanni. Fyrir lá minnisblað bæjarlögmanns.
 
Þá var síðara erindið er snéri að breytingum á annari hæð einnig samþykkt.

Uppfært kl. 10.50:

Vegna fréttar um lögregluaðgerðir vegna bílastæðudeilu má ég til með að leiðrétta að um lögregluaðgerð var ekki að ræða og ákvörðun um að halda uppi lögbanninu var ekki á ábyrgð lögreglu. Þetta segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Hlutverk lögreglu er samkvæmt lögum um kyrrsetningu, lögbann ofl. að aðstoða sýslumann við að halda uppi lögbanni óski hann eftir því og eftir hans ákvörðun. Sýslumaður óskaði eftir því við lögreglu að aðstoða hann við að halda uppi lögbanni sem var að mati sýslumanns brotið með girðingum á svæðinu. Um lögbannið og aðgerðir á svæðinu verður þú að ræða við sýslumann. Þegar girðingar höfðu verið fjarlægðar lá járn óvarið á lóðinni sem skapaði hættu fyrir umferð að mati lögreglu og var það þess vegna flutt að fasteigninni þar sem það veldur ekki hættu og verður ekki fyrir hnjaski. Lögregla er ekki aðili að þessu máli og hefur enga aðkomu að því nema að aðstoða sýslumann vegna lögbannsins óski hann eftir því. Lögregla hefur svo ætíð þá skyldu að reyna að koma í veg fyrir að slys verði og meðal annars tryggja umferðaröryggi, segir Páley um málið.

 


 

Þessu tengt: Á ekki beina aðkomu að deilum um lóðarmörk.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%