Framarar styrkja Abel Dhaira

15.Febrúar'16 | 06:28

Knattspyrnulið Fram hefur ákveðið að gefa svokallaðan sektarsjóð sinn í fjársöfnun ÍBV fyrir markvörð Eyjamanna, Úgandamanninn Abel Dhaira. Abel, sem hefur verið aðalmarkvörður ÍBV um nokkurra ára skeið, greindist með krabbamein í kviðarholi á síðasta ári og gekkst undir aðgerð í Úganda fyrir áramót.

Sú aðgerð dugði þó ekki til, því meinið hefur dreift sér og mun Abel gangast undir læknismeðferð hér á landi, sem hefst nú í vikunni. 

ÍBV sá til þess að koma Abel hingað til lands og blés til söfnunar til styrktar markmanni sínum. Á föstudag tilkynnti meistaraflokkur karla í Grindavík að liðið hygðist leggja sektarsjóð sinn inn á söfnunarreikning Eyjamanna, en sá sjóður er annars ætlaður til að mæta sektargreiðslum sem aganefnd KSÍ kann að dæma leikmenn til að inna af hendi. Jafnframt skoruðu Grindvíkingar á önnur knattspyrnulið að gera hið sama.

Nú hefur meistarflokkur karla hjá Fram orðið við þeirri áskorun, lagt sinn sektarsjóð í púkkið og skorað á aðra að gera það líka.

Allir geta lagt ÍBV og Abel lið með því að leggja inn á reikning 582-14-602628 kt. 680197-2029, eða með því að hringja í einhvert eftirtalinna símanúmera: 

9071010 – 1000kr 
9071020 – 2000kr 
9071030 – 3000kr

 

Greint er frá þessu á vefnum fótbolti.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).