Bærinn setur Vigtarhúsið og fjórðu hæð Fiskiðjunnar á sölu

13.Febrúar'16 | 11:49

Vestmannaeyjabær hefur sett á sölu Vigtarhúsið svokallaða sem og fjórðu hæð Fiskiðjunnar - en þar standa einmitt yfir miklar endurbætur á húsinu, einkum að utan. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er fjórða hæðin 615,4 fm en skv. nýlegum teikningum er stærðin 757 fm. 

Húsið er upphaflega byggt árið 1951. Eignin gæti nýst undir íbúðir, gistingu, skrifstofur eða annað, segir m.a í auglýsingunni.

Vigtarhúsið.
Um er að ræða hæð og kjallara í norðurenda fasteignarinnar að Strandvegi 30, Vestmannaeyjum. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er kjallarinn 410 fm og hæðin um 330 fm, samtals 740 fm.  Húsið er byggt árið 1958. Eignin er í ágætu ástandi að utan.  Byggingarréttur ofan á hæðina getur fylgt með í sölu.

Óskað er eftir tilboðum í báðar eignirnar, að því er segir í auglýsingu.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).