Bærinn setur Vigtarhúsið og fjórðu hæð Fiskiðjunnar á sölu

13.Febrúar'16 | 11:49

Vestmannaeyjabær hefur sett á sölu Vigtarhúsið svokallaða sem og fjórðu hæð Fiskiðjunnar - en þar standa einmitt yfir miklar endurbætur á húsinu, einkum að utan. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er fjórða hæðin 615,4 fm en skv. nýlegum teikningum er stærðin 757 fm. 

Húsið er upphaflega byggt árið 1951. Eignin gæti nýst undir íbúðir, gistingu, skrifstofur eða annað, segir m.a í auglýsingunni.

Vigtarhúsið.
Um er að ræða hæð og kjallara í norðurenda fasteignarinnar að Strandvegi 30, Vestmannaeyjum. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er kjallarinn 410 fm og hæðin um 330 fm, samtals 740 fm.  Húsið er byggt árið 1958. Eignin er í ágætu ástandi að utan.  Byggingarréttur ofan á hæðina getur fylgt með í sölu.

Óskað er eftir tilboðum í báðar eignirnar, að því er segir í auglýsingu.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.