Bærinn setur Vigtarhúsið og fjórðu hæð Fiskiðjunnar á sölu

13.Febrúar'16 | 11:49

Vestmannaeyjabær hefur sett á sölu Vigtarhúsið svokallaða sem og fjórðu hæð Fiskiðjunnar - en þar standa einmitt yfir miklar endurbætur á húsinu, einkum að utan. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er fjórða hæðin 615,4 fm en skv. nýlegum teikningum er stærðin 757 fm. 

Húsið er upphaflega byggt árið 1951. Eignin gæti nýst undir íbúðir, gistingu, skrifstofur eða annað, segir m.a í auglýsingunni.

Vigtarhúsið.
Um er að ræða hæð og kjallara í norðurenda fasteignarinnar að Strandvegi 30, Vestmannaeyjum. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er kjallarinn 410 fm og hæðin um 330 fm, samtals 740 fm.  Húsið er byggt árið 1958. Eignin er í ágætu ástandi að utan.  Byggingarréttur ofan á hæðina getur fylgt með í sölu.

Óskað er eftir tilboðum í báðar eignirnar, að því er segir í auglýsingu.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.