Bærinn setur Vigtarhúsið og fjórðu hæð Fiskiðjunnar á sölu

13.Febrúar'16 | 11:49

Vestmannaeyjabær hefur sett á sölu Vigtarhúsið svokallaða sem og fjórðu hæð Fiskiðjunnar - en þar standa einmitt yfir miklar endurbætur á húsinu, einkum að utan. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er fjórða hæðin 615,4 fm en skv. nýlegum teikningum er stærðin 757 fm. 

Húsið er upphaflega byggt árið 1951. Eignin gæti nýst undir íbúðir, gistingu, skrifstofur eða annað, segir m.a í auglýsingunni.

Vigtarhúsið.
Um er að ræða hæð og kjallara í norðurenda fasteignarinnar að Strandvegi 30, Vestmannaeyjum. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins er kjallarinn 410 fm og hæðin um 330 fm, samtals 740 fm.  Húsið er byggt árið 1958. Eignin er í ágætu ástandi að utan.  Byggingarréttur ofan á hæðina getur fylgt með í sölu.

Óskað er eftir tilboðum í báðar eignirnar, að því er segir í auglýsingu.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.