Sjósamgöngur

Vilja skoða að fá óháða úttekt á stöðu Landeyjahafnar

12.Febrúar'16 | 10:25
WP_20160211_20_47_56_Rich_LI

Páll Jóhann og Sigurður Ingi funduðu með Eyjamönnum í gær.

Í gær var opinn stjórnmálafundur hjá Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra og Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður fóru yfir þau mál sem brenna á Eyjamönnum. Vel var mætt og góðar umræður.

Eitt af því sem bar oft á góma voru samgöngumál. Voru þingmennirnir beðnir um sitt álit á Landeyjahöfn og þeirri ferju sem búið er að hanna. Þá voru þeir spurðir út í fargjöldin eins og þau eru í dag og þann gríðarlega kostnað sem fylgir því orðið fyrir fólk að komast milli lands og eyja. Sér í lagi ef siglt er til Þorlákshafnar.

Fyrri til að svara var ráðherra. Hann sagði Landeyjahöfn engan veginn ásættanlega höfn eins og hún er í dag. Hann velti því upp hvort ein leið væri fá þriðja aðila til að taka út verkið. Varðandi fargjöldin sagði ráðherra að rétt væri að taka þetta til skoðunar í byggðaáætlun. Einnig benti hann á að á síðasa ári hafi sandi verið mokað fyrir um 700 milljónir sem þó hefðu ekki dugað nema halda höfninni opinni nema hluta úr ári. Væri jafnvel skynsamlegra að veita hluta af dýpkunarfjármunum í niðurgreiðslu á fargjöldum og sleppa þá að dýpka yfir háveturinn.

80 milljónir ef halda á sömu gjaldskrá og er í Landeyjahöfn.

Páll Jóhann sem starfaði sem skipstjóri áður en hann settist á þing talaði alveg skýrt og sagði það galið að byggja minna skip þegar Landeyjahöfn virkar ekki sem heilsárshöfn. Páll sagðist telja að það kostaði ríkissjóð um 80 milljónir að niðurgreiða fargjöldin til Þorlákshafnar til að halda sömu verðskrá og gildir í Landeyjahöfn.

Páll Jóhann tók undir með ráðherra og sagði að hann teldi skynsamlegt að láta fara fram óháða úttekt á stöðu Landeyjahafnar og meta hvað sé best að gera í framhaldinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is