Ræstingar á Hraunbúðum

Öllum tilboðum hafnað

11.Febrúar'16 | 13:24
hraunbudir_2015

Frá Hraunbúðum

Alls bárust þrjú tilboð frá tveimur aðilum í ræstingu á Hraunbúðum, í upphafi árs - líkt og Eyjar.net greindi frá. Um þau var tekist á fundi bæjarstjórnar, nú í lok janúar. Nú hefur hinsvegar öllum tilboðunum verið hafnað og ákveðið að halda sama fyrirkomulagi. Má því segja að farið hafi verið að tillögu Stefáns Jónassonar oddvita minnihlutans í bæjarstjórn.

Jón Pétursson er framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar:

„Útboð á ræstingum á Hraunbúðum snérist um leið til að leysa margra ára vanda okkar við að halda í fólk við ræstingar á Hraunbúðum og stöðugleika í þeirri þjónustu. Mjög erfitt hefur verið að fá fólk í ræstingar og starfsmannaveltan mikil. Nú eftir áramótin höfum við orðið vör við að auðveldara er að fá fólk til ýmissa starfa sem áður var erfitt að manna. Við erum nú með eðal starfsfólk í ræstingum á Hraunbúðum og  góðan stöðugleika."

Þá segir Jón að í forsendum Vestmannaeyjabæjar fyrir útboði á ræstingum áskildi bærinn sér rétt til að hafna öllum tilboðum reynist þau ekki hagstæðari en núverandi fyrirkomulag. Þar sem núverandi fyrirkomulag er ásættanlegt þá hefur öllum tilboðum í ræstingar á Hraunbúðum verið hafnað. Vestmannaeyjabær mun því halda í óbreytt starfsmannahald í ræstingum svo framarlega sem það helst í horfinu. Ef ástandið verður óásættanlegt verður útboðsleiðin skoðuð aftur.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is