Kostnaður við Fiskiðjuna kominn í 90 milljónir

um síðustu áramót

11.Febrúar'16 | 06:54

Fyrir framkvæmda- og hafnarráði lágu fyrir verkfundargerðir frá 17. desember 2015, frá 14. janúar 2016 og frá 22. jan. 2016 vegna utanhússviðgerða á Fiskiðjunni.

Fram kom í máli framkvæmdastjóra að áfallinn kostnaður vegna lagfæringa á Fiskiðjunni næmi 89.608.859 krónum á árinu 2015.

Ólafur Snorrason er framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar. Hann sagði í samtali við Eyjar.net að framkvæmdakostnaður við Fiskiðjuna árið 2015 skiptist á eftirfarandi hátt:

Samningsverk

67.285.596

Aukaverk

3.879.421

Hreinsun og þrif

6.968.795

Hönnun og eftirlit

6.422.963

Förgun

4.633.035

Annað

419.049

Samtals:

89.608.859

Hann segir samningverk greidd samkvæmt verkstöðuskýrslum. Aukaverk eru t.d. niðurrif á skorstein sem ekki var í útboðsgögnum, breyta þurfti tengingum á þaki Ísfélags við Fiskiðjuna vegna steypts kants sem þar kemur ofan á 3. hæð, meiri skemmdum í kringum glugga á 4. hæð heldur en útboðsgögn höfðu gert ráð fyrir. Mikill tími og fjármunir hafa farið í hreinsun á Fiskiðjunni sem nauðsynlegt var að fara í, hvað sem gert væri.

Að sögn Ólafs eru næstu skref eru að klára hreinsun og loka húsinu og svo verður sett múrklæðning þegar hitastig hækkar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.