Viðurkenningin mikilvæg fyrir sjómannastéttina alla

10.Febrúar'16 | 14:59

Mynd: úr safni

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist fagna dómi Héraðsdóms Suðurlands sem nýverið komst að þeirri niðurstöðu að Ísfélag Vestmannaeyja væri bótaskylt vegna slyss skipverja um borð í skipi sem félagið gerir út.

Félagið hafði hafnað bótaskyldu sinni á þeim grundvelli að utanaðkomandi atburður hefði ekki orsakað slysið.

Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2009 þegar Valmundur var formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. Félagið taldi afar mikilvægt að réttur skipverjans yrði viðurkenndur og ákvað því að skuldbinda sig til þess að greiða málskostnað ef málið tapaðist.

„Við sáum hvað það var mikilvægt að fá úr þessu skorið því þetta snerist um það hvort veltingur á skipi í brjáluðu veðri sé utanaðkomandi atburður eða atburður sem menn verða að búa við. Ef menn slasast illa til dæmis ef það kemur brot á skipið, að það sé ekki bótaskylt slys. Þar sem ekki náðist sátt um þetta þá taldi stjórn félagsins mikilvægt að fá úr þessu skorið fyrir dómi, þannig að við bökkuðum manninn upp í þessum málaferlum,“ segir Valmundur.

Ísfélagið beið sem fyrr segir lægri hlut í málinu og hyggst ekki áfrýja því. Það var jafnframt dæmt til að greiða allan málskostnað, alls 2,8 milljónir. Valmundur segir félagið vel hafa verið tilbúið til að taka á sig þann kostnað, hefði skipverjinn tapað málinu, enda afar mikilvægt fyrir sjómannastéttina alla að fá úr málum sem þessum skorið.

„Við vorum ekki tilbúin í það á sínum tíma að sætta okkur við það að ef það kæmi brot á skip og menn myndu slasast að menn lægju bara óbættir. Nú hefur þetta verið viðurkennt, sem er mjög mikilvægt,“ segir Valmundur. „Við auðvitað fögnum þessari niðurstöðu mjög og erum ánægð með þennan dóm. Þeir áfrýja ekki sem er viðurkenning á dómnum að okkar mati.“

 

Vísir greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.