Allir lesa:

Vestmannaeyjar í öðru sæti - 10 dagar til stefnu

10.Febrúar'16 | 19:03

Þegar aðeins 10 dagar eru eftir af lestarátakinu Allir lesa eru Vestmannaeyjar í öðru sæti yfir sveitarfélög með 13,1 klukkustundar lestur. Á toppnum trónir sveitarfélagið Ölfus með 17,3 klukkustundir.

LESTUR EFTIR BÚSETU - TOPP 10

          Nafn                    Lestur (Hlutfall)
1. Sveitarfélagið Ölfus   17,3 klst
2. Vestmannaeyjar         13,1 klst
3. Hveragerði                 12,8 klst
4. Blönduóssbær            10,6 klst
5. Reykhólahreppur       10,4 klst
6. Dalabyggð                   9,9 klst
7. Rangárþing eystra       7,6 klst
8. Seyðisfjörður              6,4 klst
9. Ísafjarðarbær              5,3 klst
10. Hrunamannahreppur 5,0 klst

 

Um Allir lesa:

Allir lesa - landsleikur í lestri, gengur út á að skrá lestur á einfaldan hátt og halda þannig eigin lestrardagbók. Í ár blásum við til hins æsispennandi landsleiks frá bóndadegi 22. janúar, til konudags 21. febrúar 2016. Keppt er í liðum og mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum.
Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað. 
Fyrir hvern er leikurinn?
Allir geta myndað lið, til dæmis á vinnustaðnum, í saumaklúbbnum, vinahópnum eða með fjölskyldunni. Foreldrar sem lesa fyrir ung börn sín eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum og skrá lesturinn. Einn aðili, liðsstjórinn, stofnar lið inn á vefnum og bætir öðrum liðsmönnum í liðið. Aðrir geta einnig fundið liðið og gengið í það. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.
 Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. 

Samstarfsaðilar eru Mennta- og menningarmálaráðuneytið og ÍSÍ.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.