Framtíðarsýn í menntamálum:

Skipulega unnið að því að ná markmiðum

10.Febrúar'16 | 06:57

Á síðasta fundi fræðsluráðs greindi fræðslufulltrúi Vestmanneyjabæjar frá hvernig unnið er að markmiðum framtíðarsýnarinnar i menntamálum hjá sveitarfélaginu. Í leikskólunum er áhersla á daglegan lestur og margskonar leiðir til að efla málþroska, hugtakaskilning og hljóðkerfisvitund barnanna.

Starfsfólk leggur áherslu að setja orð á athafnir í öllum þáttum daglegs lífs þar sem mikilvæg hugtök stærðfræðinnar eru jafnframt kennd og notuð. Kennararnir nýta nýjustu tækni ásamt eldri gamalgrónum aðferðum þar sem öll tækifæri eru nýtt til kennslu og þjálfunar. 

Búið er að þýða framtíðarsýnina yfir á pólsku og kynna fyrir forráðamönnum. Lestrarstefna Grunnskólans er leiðarljós í allri lestrar- og læsiskennslu upp allt skólastigið. Samstarf við Bókasafn hefur aukist. 

Verið er að leita að leiðum til að efla stærðfræðikennarana. Skipulagning námsþátta í stærðfræði, hugtakavinna, hlutbundin stærðfræði, innleiðing kennslu í forritun með áherslu á samþættingu námsgreina hefur aukist. Stuðningi hefur verið bætt inn í stærðfræðikennsluna á elstu stigum og fagstjóri hefur fengið meiri tíma til að sinna hlutverkinu. Markmiðasetning í hverjum árgangi hefur verið í vinnslu undanfarin ár.

Endurmenntun fyrir kennara hefur skilað sér í fjölbreyttari kennsluaðferðum. Áhersla á samstarf skólans við forráðamenn hefur eflst. Stjórnendur verja meiri tíma í bein samskipti við forráðamenn en áður hefur verið enda hafa foreldrar brugðist vel við bón skólans um aukið samstarf. 

Hlutverk skólaskrifstofunnar hefur verið að fylgja framtíðarsýninni eftir og kynna sem víðast í samfélaginu. Stöðupróf (skimanir) í lestri og stærðfræði hafa verið lögð fyrir nemendur í 1., 3., 5., 6., og 9. bekk og þau endurtekin eftir þjálfunarlotur svo að nemendur sjái framfarir og árangur af þjálfunarlotunum. Fræðslufulltrúi er með fasta viðveru í skólunum og tekur þátt í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur eins og óskað er eftir. 

Fræðsluráð þakkar fyrir yfirferðina og lýsir ánægju sinni með öflugt starf sem unnið er í skólunum og mun áfram fylgjast með framgangi mála, segir í bókun ráðsins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.