Eldheimar eitt þriggja verkefna sem á möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2016

9.Febrúar'16 | 14:29

Menn­ing­ar- og fræðslu­setrið Eld­heim­ar í Vest­manna­eyj­um, alþjóðlega lista­hátíðin Fersk­ir vind­ar, sem fram fer í Garði, og Verk­smiðjan á Hjalteyri, listamiðstöð með sýn­ing­ar­sali og gesta­vinnu­stof­ur í gam­alli síld­ar­verk­smiðju Kveld­úlfs við Eyja­fjörð keppa um Eyr­ar­rós­ina í ár. 

Í árs­byrj­un var til­kynnt hvaða tíu verk­efni prýða Eyr­ar­rós­arlist­ann í ár. Það varð svo niðurstaða val­nefnd­ar Eyr­ar­rós­ar­inn­ar 2016 að að verk­efn­in þrjú komi til greina. 

Hvert verk­efn­anna þriggja hlýt­ur pen­inga­verðlaun og flug­miða frá Flug­fé­lagi Íslands. Það kem­ur svo í ljós 18. fe­brú­ar næst­kom­andi hvert þeirra hlýt­ur Eyr­ar­rós­ina 2016. Þá af­hend­ir Dor­rit Moussai­eff, for­setafrú og vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­inn­ar, verðlauna­haf­an­um 1.650.000 krón­ur, við hátíðlega at­höfn í Frysti­klef­an­um á Rifi.

Eyr­ar­rós­in er viður­kenn­ing sem veitt er framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efni á starfs­svæði Byggðastofn­un­ar. Viður­kenn­ing­in hef­ur verið veitt ár­lega frá 2005 og er henni ætlað að beina sjón­um að og hvetja til menn­ing­ar­legr­ar fjöl­breytni, ný­sköp­un­ar og upp­bygg­ing­ar á sviði menn­ing­ar. Að henni standa Lista­hátíð í Reykja­vík, Flug­fé­lag Íslands og Byggðastofn­un.

 

Mbl.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-