Ragnar Þór Baldvinsson skrifar:

Ársskýrsla Slökkviliðsins

8.Febrúar'16 | 14:51

Síðastliðið ár var mjög gott varðandi bruna og önnur tjón. Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út af neyðarlínunni 9 sinnum á árinu 2015 og í flestum tilvikum var um minniháttar tjón að ræða. Þetta voru aðalega óhöpp eins og eldur á byrjunarstigi, umferðaslys, vatnslekar, sinueldur og eiturefni.

Þá heimsóttum við mörg fyritæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti, og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. Æfingar hjá liðinu voru 26 á árinu. Einnig fóru slökkviliðsmenn í læknisskoðun og þolpróf.

Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá oliufélögunum koma með bensínfarm til losunar hér í Eyjum og var það í 9 skipti á árinu. Eldvarnaeftirlitið sér einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 54 á árinu, einnig voru gerðar 28 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.

Eins og undanfarin ár tók slökkviliðið þátt í í eldvarnaviku Landssamband slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttu okkur 48 grunnskólabörn og kennarar á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum  og börnin skoðuðu tæki og tól. Þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.

Þar sem ég er að eldast og ekki not fyrir mig lengur í Slökkviliði Vestmannaeyja vil ég þakka samstarfsmönnum og bæjarbúum fyrir gott samstarf undafarin  44 ár.

 

Eyjakveðja.

Ragnar Þór Baldvinsson

 

Greinin birtist á heimasíðu Slökkviliðsins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is