Breytingar hjá kertaverksmiðjunni

Hagrætt hjá vernduðum vinnustað

5.Febrúar'16 | 10:55

Nú standa yfir hagræðingaraðgerðir hjá Vestmannaeyjabæ í kertaverksmiðjunni Heimaey. Að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar er ástæðan margþætt. Meðal annars hefur sala dregist mikið saman og kostnaður við framleiðslu aukist.

„Jú það er rétt að við erum í breytingum varðandi vinnutíma og fleira í Kertaverksmiðjunni. Ástæðan er margþætt. Það sem vegur sterkt er að rekstrarforsendur kertaframleiðslunnar eru slæmar. Sala hefur dregist mikið saman og kostnaður við framleiðslu aukist." segir Jón.

Hann segir Vestmannaeyjabæ greiða yfir 20 milljónir með verksmiðjunni sem er mjög stór tala miðað við takmarkað fé sem við fáum frá ríkinu til þjónustu við fatlað fólk. Á síðasta ári þurftum við að greiða yfir 40 milljónir með framleiðslunni vegna hruns í sölu og ýmissa kostnaðarsamra breytinga sem við fórum í vegna endurvinnslunnar o.fl. Þetta er alls ekki réttlætanlegt miðað við að mikil þörf er á þessu fjármagni til annarra þjónustuþátta fyrir fatlað fólk í Eyjum. Við verðum að mæta þessu á einhvern hátt.

„Önnur ástæða fyrir þessum breytingum er að við erum að fara í framkvæmdir og breytingar á starfsemi Kertaverksmiðjunnar Heimaey. Hún breytist á árinu í fjöliðju þar sem við blöndum saman hæfingu, dagvistun og verndaða vinnu fyrir fatlað fólk. Við verðum að draga úr vægi verndaðrar vinnu m.a. vegna kostnaðar við hana og færa okkur meira í hæfingu og dagvistun. Starfsemi hæfingar, dagvistunar og verndaðrar vinnu er samhæfð m.a. í daglegum starfstíma sem verður líklega á milli kl. 9 og 16 á virkum dögum. Einnig má búast við miklu róti á starfsemi Kertaverksmiðjunnar á meðan á framkvæmdum stendur." segir Jón og heldur áfram:

„Atvinnumál fatlaðs fólks mun á næstu vikum eða mánuðum færast frá þjónustusvæðum sveitarfélaga til Vinnusmálastofnunar (VMST). Sú stofnun mun í framtíðinni bera ábyrgð á verkefninu. Hún mun bera ábyrgð á því að aðstoða fatlað fólk í atvinnuleit og veita þeim stuðning í formi ams þjónustu (atvinna með stuðningi) sem þýðir að starfsmaður frá VMST fylgir eftir atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.

Vestmannaeyjabær verður áfram með starfsemi í Fjöliðjunni Heimaey þar sem fötluðu fólki í Eyjum býðs atvinna í verndaðri vinnu við kertaframleiðslu, endurvinnslunni og hugsanlega fleiri verkefnum sem við erum sífellt að leita að. Að auki verður þar hæfing og dagvistun ásamt lengdri viðveru fyrir eldri fötluð grunn- og framhaldsskólabörn."

 

Voru uppsagnir í kertaverksmiðjunni partur af hagræðingunni?

„Jú, það var ein 38% staða í Kertaverksmiðjunni sem var sagt upp. Viðkomandi var sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara eins og kjarasamningar segja til um en viðkomandi kýs að hætta fyrr. Ástæðan fyrir uppsögninni á ræstingu eru umræddar framkvæmdir og breytingar á húsnæðinu.

Hæfingin fer inn í hluta rýmisins og endurskoða þarf alveg fyrirkomulag ræstinga í kjölfarið. Aðrar breytingar í starfsmannamálum er að forstöðumaður fór úr 80% stöðu í 50%, fatlaðir starfsmenn vinna frá kl. 9 í stað kl 8 og til kl. 16 í stað kl. 17. Hlutfall stuðningsfulltrúa var aukið."

jon_p

Jón Pétursson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).