Gunnar Heiðar:

Verið algjör steik í gangi hjá ÍBV

- sér fram á bjartari tíma með Eyjaliðinu

4.Febrúar'16 | 11:48

Gunnar Heiðar sér fram á bjartari tíma með Eyjaliðinu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson dró ekkert undan þegar hann ræddi síðasta tímabil hjá sínum mönnum í ÍBV í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. Fyrrverandi landsliðsframherjinn sneri aftur til Eyja eftir ellefu ár í atvinnumennsku um mitt síðasta sumar og hjálpaði til við að halda uppeldisfélaginu í efstu deild með fjórum mörkum í ellefu leikjum.

Gunnar Heiðar var vægast sagt ósáttur við það sem var í gangi hjá Eyjaliðinu í fyrra og talaði hreint út um ÍBV sem var enn eitt árið í fallbaráttu.

„Þegar ég kom síðasta sumar til að hjálpa liðinu mínu að halda sér uppi í þessari deild þá hafði ég aldrei upplifað eins karakterlaust ÍBV-lið á ævinni. Ég trúði ekki að þetta væri satt,“ sagði Gunnar Heiðar.

„Það var eflaust ýmislegt sem spilaði inn í eins og þjálfaramálin og það að alltaf eru nýir leikmenn að koma inn á hverju ári og enginn stöðugleiki er í þessu hjá okkur.“

Menn þurfa að hugsa sinn gang
Eyjamenn settu þriggja ára áætlun í gang með ráðningu Jóhannesar Harðarsonar fyrir síðustu leiktíð en liðið lenti svo í erfiðleikum þegar þjálfarinn þurfti að stíga til hliðar snemma sumars.

„Þó alltaf sé verið að reyna að byggja upp fyrir framtíðina og næstu þrjú árin þá er liðið búið að vera með þrjá þjálfara á þremur árum. Það er búin að vera algjör steik í gangi þannig lagað séð,“ sagði Gunnar Heiðar.

„Ég stóð upp og sagði þetta á æfingu í vetur og ég vona bara að menn hugsi sinn gang og leggi allt í þetta því við verðum að gera þetta allir saman ef við ætlum að gera eitthvað. Menn voru sammála þessu sem var bara frábært,“ sagði Gunnar Heiðar.

Framherjinn sér fram á bjartari tíma með Eyjaliðinu sem hefur spilað vel á fyrstu vikum nýs árs og fagnaði á mánudaginn sigri í Fótbolta.net-mótinu eftir að leggja KR í úrslitaleik.

 

Vísir.is greindi frá, allt viðtalið við Gunnar Heiðar má lesa hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.