Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar:

Óttaslegnir, sumir eru það því miður

4.Febrúar'16 | 16:30

Ég hef áhyggjur af okkar samfélagi og því hugarfari og ástandi sem sumir samborgarar okkar upplifa. Fólk virðist óttaslegið og þorir ekki að segja skoðanir sínar ef þær skyldu ekki falla að skoðunum ráðamanna.

Fjölmargir hafa komið að máli við mig og beðið mig að koma sínum skoðunum á framfæri með opinberum skrifum. Ég hef ætíð bent fólki á að gera það sjálft og láta í sér heyra, allir hefðu rétt á að hafa skoðun og láta hana í ljós, þó sú skoðun væri ekki allra.

Grátlega oft hef ég fengið svarið „Gummi ég vil eiga heima í Vestmannaeyjum og til þess þarf ég að hafa vinnu“ Þá hef ég einnig fengið spurninguna eftir að ég hef látið skoðun mína í ljós opinberlega, „hvernig þorir þú þessu?“ Sömu spurningu hafa fleiri fengið eftir opinber skrif. Ég hrekk ekki lengur í kút, en verð meira hugsi og reyndar undrandi með hverjum deginum sem þetta ástand og hugarfar varir.  

Í hverslags samfélagi búum við? Til að taka af allan vafa, þá hef ég aldrei fundið það sem starfsmaður Vestmannaeyjabæjar að skoðanir mínar, athafnir og skrif hafi haft áhrif á mitt starfsumhverfi, því fer fjarri. 

Það hafa allir rétt á að hafa skoðanir og það í friði fyrir öðrum. Menn geta tekist á um leiðir og rökrætt málin, en það er lágmark, þó ekki sé meira sagt, að virða skoðanir annarra, þó þær fari ekki saman við eigin skoðanir. Ekki afgreiddur með „innantómt pólitískt þvarg“ eða annað álíka, það eru engin rök né málefnalegt. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem fólk óttast um tilveru sína ef það viðrar skoðanir sem falla ekki öllum í geð. Það má enginn líða.

 

Guðmundur Þ. B. Ólafsson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.