Undirskriftalisti

Réttur á að fá að fæða í Vestmannaeyjum

2.Febrúar'16 | 18:59

„Tilgangur þessa lista er að sýna fram á það að konur í Vestmannaeyjum eiga ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn." Þetta segir í nýrri undirskriftarsöfnun sem sett hefur verið af stað vegna bágs ástands á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum. Líkt og Eyjar.net benti á í upphafi árs voru einungis þrjár fæðingar í Eyjum allt árið í fyrra.

Ennfremur segir í yfirskrift söfnunarinnar:

„Heilbrigðisþjónusta á að vera til staðar því ekki er alltaf hægt að stóla á samgöngur milli lands og eyja og því mikið lagt á þungaða konu. Óvissa og álag vegna ferðar upp á land og bið, vinnutap maka og skólatap barna. Að fara með barn sem er 1 til 2 daga gamalt í Herjólf eða flug er ekki eitthvað sem móðir vill gera barninu sínu. Berjumst fyrir rétti okkar! Berjumst fyrir rétt okkar !"

Hér má skrá nafn sitt á listann.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.