Þórarinn Sigurðsson skrifar:

Að virða skoðanir annara

31.Janúar'16 | 22:45
thorarinn

Þórarinn Sigurðsson

Innantómt pólitíkst þvarg. Svona hljómar yfirskrift Eyjar.net á afgreiðslu bæjarstjórnar á aðfinnslu vinar míns Gogga á Blíðunni, sem leyfði sér að hafa skoðun á verklagi bæjarstjórnar varðandi ráðningu í Slökkvilið Vestmannaeyja. Heldur fólk virkilega að þetta sé bara skoðun Gogga, nei og aftur nei.

Í aðdraganda þessa máls kom fólk fram á ritvöllinn og hafði skoðun á þessu máli. Að hafa skoðun er eðlilegt, að fá ekki að hafa skoðun er eitthvað, sem er mjög svo skrítið. Hvort verklagið var "eðlilegt" eða ekki legg ég engan dóm á. Ég er orðinn það "fullorðinn" og marga fjöruna sopið í mannlegum samskiptum og oft þurft að "éta ofaní mig". Þá vildi ég benda unga fólkinu sem stjórnar bænum í umboði okkar, að ganga hægt um gleðinnar dyr, og virða skoðanir annara, svo mörg eru þau orð.

 

Innleggið birtist upphaflega á Facebook-síðu Þórarins Sigurðssonar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.