Bæjarstjórn:

Deilt um útboð í ræstingu á Hraunbúðum

29.Janúar'16 | 09:42

Á fundi bæjarstjórnar í gær var til umræðu útboð Vestmannaeyjabæjar á ræstingum á Hraunbúðum. Stefán Óskar Jónasson oddviti minnihluta lagði fram bókun um málið sem var svarað af hálfu meirihlutans einnig með bókun.

Stefán Óskar Jónasson lagði fram svohljóðandi bókun:
Í þessari fundargerð, fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 173 á að taka ákvörðun um tilboð í ræstingu á Hraunbúðum. Ekki liggur fyrir hvaða tilboð á að taka. Get ég ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Kostnaðaráætlun Vestmannaeyjabæjar hljóðar upp á 1.134.667 krónur á mánuði. Lægsta tilboðið var frá ISS 1.122.832 krónur á mánuði. Verði lægsta tilboði tekið sparar Vestmannaeyjabær sér aðeins 11.835 krónur á mánuði, sem gera 142.020 krónur á ári. Verði næstlægsta tilboði tekið, sem hljóðar uppá 1.335.222 krónur á mánuði, verður 200.555 krónur dýrari á mánuði eða 2.406.660 krónur dýrara á ári, miðað við kostnaðaráætlun Vestmannaeyjabæjar.
Í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 170 þann 18. nóvember 2015, liður 1: - Leitað verði tilboða í ræstingu á Hraunbúðum. Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum reynist þau ekki hagstæðari en núverandi fyrirkomulag.

Legg ég því til að hætt verði við útboð á ræstingu á Hraunbúðum þar sem því markmiði finnst mér ekki hafa verið náð.

D listinn lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir furðu sinni yfir bókun bæjarfulltrúans Stefáns Jónassonar þar sem málið var einungis til kynningar í ráðinu. Verið er að skoða áhrif lægsta tilboðsins á starfsemi Hraunbúða þar sem að tilboðið fellur innan rýmri tímaramma en gert var ráð fyrir. Að öðru leyti fellur lægsta tilboðið í verkið innan þess ramma sem kostnaðaráætlun Vestmannaeyjabær gerir ráð fyrir. Meirihluti bæjarstjórnar bendir jafnframt á að í bókuninni er stuðst við rangar samanburðartölur.

Vestmannaeyjabær áskyldi sér rétt til að hafna öllum tilboðum og gæti vel farið svo að það verði niðurstaðan og mun sú ákvörðun byggja á yfirferð starfsmanna bæjarins á tilboðum í verkið.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).