Bæjarstjórn:

Deilt um útboð í ræstingu á Hraunbúðum

29.Janúar'16 | 09:42

Á fundi bæjarstjórnar í gær var til umræðu útboð Vestmannaeyjabæjar á ræstingum á Hraunbúðum. Stefán Óskar Jónasson oddviti minnihluta lagði fram bókun um málið sem var svarað af hálfu meirihlutans einnig með bókun.

Stefán Óskar Jónasson lagði fram svohljóðandi bókun:
Í þessari fundargerð, fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 173 á að taka ákvörðun um tilboð í ræstingu á Hraunbúðum. Ekki liggur fyrir hvaða tilboð á að taka. Get ég ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Kostnaðaráætlun Vestmannaeyjabæjar hljóðar upp á 1.134.667 krónur á mánuði. Lægsta tilboðið var frá ISS 1.122.832 krónur á mánuði. Verði lægsta tilboði tekið sparar Vestmannaeyjabær sér aðeins 11.835 krónur á mánuði, sem gera 142.020 krónur á ári. Verði næstlægsta tilboði tekið, sem hljóðar uppá 1.335.222 krónur á mánuði, verður 200.555 krónur dýrari á mánuði eða 2.406.660 krónur dýrara á ári, miðað við kostnaðaráætlun Vestmannaeyjabæjar.
Í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 170 þann 18. nóvember 2015, liður 1: - Leitað verði tilboða í ræstingu á Hraunbúðum. Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum reynist þau ekki hagstæðari en núverandi fyrirkomulag.

Legg ég því til að hætt verði við útboð á ræstingu á Hraunbúðum þar sem því markmiði finnst mér ekki hafa verið náð.

D listinn lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir furðu sinni yfir bókun bæjarfulltrúans Stefáns Jónassonar þar sem málið var einungis til kynningar í ráðinu. Verið er að skoða áhrif lægsta tilboðsins á starfsemi Hraunbúða þar sem að tilboðið fellur innan rýmri tímaramma en gert var ráð fyrir. Að öðru leyti fellur lægsta tilboðið í verkið innan þess ramma sem kostnaðaráætlun Vestmannaeyjabær gerir ráð fyrir. Meirihluti bæjarstjórnar bendir jafnframt á að í bókuninni er stuðst við rangar samanburðartölur.

Vestmannaeyjabær áskyldi sér rétt til að hafna öllum tilboðum og gæti vel farið svo að það verði niðurstaðan og mun sú ákvörðun byggja á yfirferð starfsmanna bæjarins á tilboðum í verkið.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.