Hvernig mun nýja ferjan reynast í siglingum til Þorlákshafnar?

28.Janúar'16 | 10:12

Eyjar.net sendi spurningar á Vegagerðina í desember í fyrra er varða nýju ferjuna sem verið er að hanna til siglinga milli lands og eyja. Um er að ræða tæknilegar spurningar þar sem Vegagerðin studdist í sínum svörum við erlenda ráðgjafa.  

Byrjum á að skoða spurningarnar sem lagðar voru fyrir Vegagerðina:

1.    Hvernig kom ferjan út í siglingaherminum eftir að hún var lengd?
2.    Hver verður ganghraði ferjunnar frá Þorlákshöfn til Eyja í austan 15-20 metrum og hver er ganghraði núverandi Herjólfs í sömu aðstæðum?
3.    Hver verður siglinga tími skipsins frá Þorlákshöfn, ef um 20 m/sek mótvind sé að ræða?
4.    Hvernig kom skipið út í SA (145 gráður) öldu í hæsta gildi af 3,5m kenniöldu sem er 5,7m og öldulengdunum 100m og 200m og dýpi á rifinu 5m og vindur 20m/s, 145 gráður og straumur vestur fall 3 til 4 sjómílur ? 
5.    Hvernig kom ferjan út við sömu aðstæður á 4,5m dýpi í innsiglingunni?

Svar barst bæði á ensku og á íslensku.

(On the long distances there is no difference between the two vessels, obviously it is different when approaching Landeyjahöfn. As the result for the question have not been simulated or measured for either Herjolf nor the new ferry it is not possible to answer the questions. So this would be more political answers than real answers.) 

Þýðing: Á lengri leiðum er enginn munur milli skipanna tveggja, en augljóslega lítur þetta öðru vísi út þegar Landeyjahöfn á í hlut. Svarið við spurningunni er sú að þetta hefur ekki verið reynt í herminum eða reiknað hvorki fyrir Herjólf eða nýju ferjuna, þannig að það er ekki hægt að svara spurningunni. Þetta yrðu því meira pólitísk svör en raunveruleg svör.Íslensku svör Vegagerðarinnar eru eftirfarandi: 
1.  Lengri ferjan var prófuð í vatnslíkani.  Niðurstöður sýndu minni lóðrétta hröðun á lengri ferjunni en þeirri styttri, dróg lítillega úr lóðréttri          hreyfingu og stefnufestan hélst óbreytt. 
2 og 3. Vindurinn hefur óveruleg áhrif á siglingahraða nýju ferjunnar og Herjólfs.  Það er aldan sem dregur fyrst og fremst úr ferðinni.  Þetta er samdóma álit skipstjóra Herjólfs og okkar ráðgjafa. 
Sigling og siglingatími við erfiðar aðstæður á nýju ferjunni og Herjólfi eru metnar svipaðar.  Aðstæðurnar ráða siglingahraðanum meira en vélarafl skipsins. 
4. og 5.  Styttri útgáfa af ferjunni hélt stefnu vel í siglingaherminum en lenti í erfiðleikum með dýpið en þá við svipaðar aðstæður og þú ert að spyrja um.  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).