Vinnslustöðin tapaði máli gegn ríkinu

Sérstaka veiðigjaldið talið standast ákvæði stjórnarskrár

25.Janúar'16 | 13:40

Vinnslustöðin

Ríkið var í morgun sýknað af kröfum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um endurgreiðslu á sérstökku fiskveiðigjaldi. Vinnslustöðin hafði farið fram á að fá það endurgreitt, en upphæð þess var um hálfur milljarður króna fyrir Vinnslustöðina.

Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV en dómurinn hefur ekki verið birtur.

Vinnslustöðin hafði krafist þess að fá innheimt sérstakt veiðigjald endurgreitt frá ríkissjóði. Kröfu sína byggði Vinnslustöðin á því að sérstaka veiðigjaldið væri í raun eignarskattur sem lagður væri á veiðiheimildir sem varðar væru að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 

Deilt var um sérstaka gjaldið sem innheimt var á árunum 2012 til 2013, en það ár innheimti ríkið rúma átta milljarða króna vegna gjaldsins.

 

Vb.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is