Áhrif viðskiptabanns Rússa

Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum

21.Janúar'16 | 13:49

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir miklum áhyggjum af þátttöku íslenskra stjórnvalda í viðskiptaþvingunum gegn Rússum og áhrifa þess fyrir sjávarbyggðir. Bæjarráð bendir þingmönnum á að enn og aftur er herkostnaður af aðgerðum ríkisins látinn falla á sjávarbyggðir. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs.

Ennfremur segir að Byggðastofnun hafi metið stöðuna svo að tekjutap sjómanna og landverkafólks vegna innflutningsbannsins geti verið allt að 2550 milljónum. Þeir sem verða fyrir þessum áhrifum eru að mati Byggðastofnunar fyrst og fremst þeir 1180 launþegar í sjávarbyggðunum. Beint tekjutap sveitarsjóða þessara bæjarfélaga verður miðað við þetta allt að 364 milljónir vegna lægri útsvarstekna og 43 milljónir vegna lægri aflagjalda.

Bæjarráð telur að þessi niðurstaða Byggðastofnunar hljóti að kalla á viðbrögð alþingis. Bæjaráð hvetur sérstaklega þingmenn Suðurlands til að gæta að hagsmunum kjördæmisins, segir í bókun ráðsins.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.