Georg Eiður Arnarson skrifar:

Málefni eldri borgara og öryrkja....

20.Janúar'16 | 22:40

......eru mikið í umræðunni þessa dagana og hannski hvað helst slæm kjör þeirra, en ég var svolítið hugsi fyrir nokkru síðan þegar ég hlustaði á afar sérstakan og kaldhæðin pistil í Samfélaginu á RÚV (man ekki nafnið á pistlahöfundi), en í pistli höfundar kom m.a. fram að á öldum áður hefði verið til klettur sem var kallaður Stapinn og þegar þeir sem gátu ekki lengur unnið fyrir sér eða áttu ekkert lengur til að borða, þá hafi þeir einfaldlega fengið sér göngu upp á Stapann og hoppað fram af.

Pistlahöfundur hélt svo áfram með það á þennan hátt, að þar sem ríkisstjórninni fyndist allt of margir eldri borgarar og öryrkjar vera orðnir á Íslandi, hvort ekki væri ráð fyrir ríkisstjórnina að finna einhvern heppilegan klett, svipaðan og Stapann, og hugsanlega jafnvel flýta fyrir með því að setja lyftu upp.

Afar kaldhæðinn pistill, vægast sagt, en vakti mig samt til umhugsunar um þessa þrjá valkosti sem að við flest öll munum þurfa að standa frammi fyrir og þá ekki hvað kannski helst hver kosturinn er skástur, þeas. dauðinn sem bíður okkar allra, örorka sem ekki er ólíklegt að bíði sjómanns sem starfað hefur áratugum saman í miklum veltingi og í sambærilegum störfum eða það að verða eldri borgari. Þegar maður horfir á biðraðir af eldri borgurum og öryrkjum fyrir framan hjálparstofnanir um hátíðirnar, þá fara nú að renna á mann amk. þrjár grímur, því ekki er þetta spennandi staða og kjör eldri borgara og öryrkja til háborinnar skammar fyrir þjóðina.

Kannski má líka segja sem svo að þessi staða að einhverju leyti skýri niðurstöðuna í nýlegri skoðunarkönnun, þar sem 75% þjóðarinnar reyndist vera hlynntur líknardrápum, svo klárlega er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða betur. Ekki það að ég hafi neina sérstaka skoðun á þessu, en set þetta fram kannski fyrst og fremst til umhugsunar. Reyndar er staða eldri borgara og öryrkja hér í Vestmannaeyjum bara nokkuð góða, en ég hef þó áhyggjur af því, hvort og þá hvaða afleiðingar útboð á þjónustunni á Hraunbúðum muni hafa. Er reyndar sérstaklega ánægður með það, að búið sé að eyrnarmerkja fjármuni frá Vestmannaeyjabæ til stækkunar Hraunbúða. Það er eitt að segjast vilja búa eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld, en stundum þurfa líka aðgerðir að fylgja orðum. 

Að lokum aðeins um áramóta grein mína, sem fékk nú aðeins meira athygli heldur en ég bjóst við. Reyndar er málinu ekki lokið alveg frá minni hendi, en mig langar að gefnu tilefni að þakka öllum þeim gífurlega mikla fjölda fólks sem haft hefur samband og lýst yfir ánægju með greinina, einnig þeim sem sent hafa skilaboð, bæði beint og óbeint, kærar þakkir allir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-