Áfram deilt um girðingu

20.Janúar'16 | 05:42

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn var enn til umfjöllunar erindi lóðarhafa að Heiðarvegi 10 sem áður hýsti verslunina Toppinn. Eyjar.net sagði frá því skömmu fyrir jól að Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi úrskurðað um lögbann við frekari girðingum á lóðarmörkum Heiðarvegs 10.

Nú sótti Gísli Ingi Gunnarsson f.h. lóðarhafa um leyfi fyrir að girða í lóðarmörk. Fyrir liggur afstaða lóðarréttarhafa aðliggjandi lóða og afstaða umferðarhóps dags. 29.12.2015. Þá liggur fyrir að réttarágreiningur er á milli lóðarhafa Græðisbrautar 1 og Heiðarvegs 10, segir í fundargerð ráðsins.

Í afgreiðslu ráðsins segir:
 
Með vísan til þess réttarágreinings sem er í málinu og afstöðu lóðarréttarhafa getur ráðið ekki samþykkt erindið. Ráðið áréttar við lóðarhafa að fjarlægja girðingar sem settar hafa verið í lóðarmörk án leyfis.
Afgreiðsla þessi er skv. Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.