43 ár frá upphafi eldgoss

Minningin lifir

19.Janúar'16 | 06:47

Minningin lifir

Nú á laugardaginn eru 43 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey. Þess verður minnst líkt og vanalega og verður dagskrá víðsvegar um Vestmannaeyjabæ n.k föstudag og laugardag. Hér má sjá dagskrána:

43 ár frá upphafi Heimaeyjargossins – Dagskrá 22. og 23. janúar 2016

SAFNAHÚS
Föstudagurinn 22. janúar, Einarsstofa kl. 11.00-12.00.
Landsleiknum Allirlesa.is, sem er haldinn á tveggja ára fresti, ýtt úr vör í Safnahúsinu. Ástæðan er sú að Vestmannaeyjar urðu hlutskörpust síðast í keppni sveitarfélaga.

Laugardagurinn 23. janúar, Einarsstofa kl. 14.00-17.00.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður opnar málverkasýningu í tilefni af 60 ára afmæli sínu.

Síðasta sýningarhelgi Álfabókasýningar Guðlaugs Arasonar.

SAGNHEIMAR opið kl. 13.00-16.00 á laugardeginum.
Laugardagurinn 23. janúar, kl. 13.00.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri kynnir vinnu við viðbragðs- og rýmingaráætlun fyrir Vestmannaeyjar vegna eldgoss og annarra hamfara.

SÆHEIMAR opið kl. 13.00-16.00 á laugardeginum.
Myndlistasýning Gunnars Júlíussonar „Hvorki fugl né fiskur“. Síðasta sýningarhelgi.

ELDHEIMAR

Laugardagskvöld 23. janúar kl. 20.30

Tónlistaratriði: Björgvin og Bergþóra nemendur Tónlistarskólans.

Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna. Fjallar um söguna á bak við aðkomu Bandaríkjanna að hraunkælingunni.

Gísli Pálsson prófessor. „Þorbjörn Sigurgeirsson og baráttan við hraunið.“

Hallgrímur Tryggvason segir frá björgunarstörfum og öðru markverðu í Eyjum í gosinu.

Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri í Utanríkisráðuneytinu rifjar upp gosnóttina.

Helga, Arnór og fl. taka nokkur vinsæl lög frá milligosáratímabilinu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).