Frítt í ræktina á laugardaginn

Litla Hressó opnar

18.Janúar'16 | 14:41

Litla Hressó í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja opnar formlega kl. 17.00 miðvikudaginn 20. janúar. Það er von okkar að sem flestir nýti sér aðstöðuna og njóti þess að æfa þar.

Þjálfari verður á staðnum á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17.00 - 18.45 til þess að leiðbeina og þá er hægt að fá æfingarprógramm til þess að þjálfa eftir.

Opið hús
Laugardaginn 23. janúar verður svo skemmtileg opnunarhátíð í salnum frá kl. 11.00 - 15.00.  Þá verður opið hús og öllum heimilt að koma og æfa frítt.
Við höldum Bekkpressukeppni og verðum með Róðraráskorun. Þjálfarar verða á staðnum og veita leiðsögn. Boðið verður upp á Topp með eplabragði á meðan birgðir endast. Einnig er rétt að benda fólk á að tilboð á árskortum hafa verið framlengd til 23. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur.
 

 

Fréttatilkynning.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.