Frítt í ræktina á laugardaginn

Litla Hressó opnar

18.Janúar'16 | 14:41

Litla Hressó í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja opnar formlega kl. 17.00 miðvikudaginn 20. janúar. Það er von okkar að sem flestir nýti sér aðstöðuna og njóti þess að æfa þar.

Þjálfari verður á staðnum á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17.00 - 18.45 til þess að leiðbeina og þá er hægt að fá æfingarprógramm til þess að þjálfa eftir.

Opið hús
Laugardaginn 23. janúar verður svo skemmtileg opnunarhátíð í salnum frá kl. 11.00 - 15.00.  Þá verður opið hús og öllum heimilt að koma og æfa frítt.
Við höldum Bekkpressukeppni og verðum með Róðraráskorun. Þjálfarar verða á staðnum og veita leiðsögn. Boðið verður upp á Topp með eplabragði á meðan birgðir endast. Einnig er rétt að benda fólk á að tilboð á árskortum hafa verið framlengd til 23. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur.
 

 

Fréttatilkynning.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%