Dýpkað í Landeyjahöfn

14.Janúar'16 | 13:53
landeyjahofn_120116

Dýpið eins og það var á þriðjudaginn.

Dýpkunarskipið Dísa vinnur nú að dýpkun í og við Landeyjahöfn. Eyjar.net kannaði hjá Vegagerðinni hvernig dýpið væri á svæðinu og eins hvort mætti eiga von á að höfnin opnaðist í bráð fyrir siglingar Herjólfs.

Jóhann Sigurðsson var til svara hjá Vegagerðinni. Hann segir að eins og fyrri ár er dýpið við innsiglingu Landeyjahafnar orðið of grunnt fyrir siglingar. Dísa er við dýpkun í þessum veðurglugga en ekki er gert ráð fyrir að það náist að opna höfnina.

„Þeir munu dýpka rennu fyrir sig til að geta siglt inn fyrir og vinna svo fyrir innan garða að dýpkun, sú vinna tapast ekki heldur flýtir fyrir í vor að opna höfnina." segir Jóhann.


 

landeyjah_st_120116

Smelltu til að sjá mynd stærri.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.