Úttekt - Aldrei færri börn fædd á HSU

Aðeins þrjár fæðingar í Eyjum í fyrra

13.Janúar'16 | 06:59

Af 39 nýjum Eyjamönnum í fyrra - komu aðeins þrír þeirra í heiminn hér í Eyjum. Aldrei hafa færri fæðingar verið á heilu ári í Eyjum á þessari öld. Eyjar.net fer nú yfir málið og skoðar tölur síðustu ára sem sýna ágætlega þá hnignun innan heilbrigðiskerfisins hér í Eyjum. 

Eins og áður segir eru einungis þrjú börn fædd hér allt árið í fyrra - þetta sýna nýjustu tölur HSU sem Eyjar.net hefur aflað.

Árið 2014 komu 57 nýir Eyjamenn í heiminn. Aðeins 9 af þessum 57 nýburum fæddust í Eyjum sökum stöðunnar á Heilbrigðisstofnuninni. Þá þótti mörgum nóg um. En ljóst er að enn er botninum ekki náð og má ætla að með sömu þróun verði alls engin fæðing hér í Eyjum á ársgrundvelli mjög fljótlega.

Það fylgir því töluverður kostnaður fyrir verðandi foreldra að þurfa að vera fjarri heimahögum vegna þessa svo dögum skipti, svo ekki sé talað um óþægindin sem þessu fylgir. Í þessu samhengi er vert að minna á innsenda grein Gísla Stefánssonar er hann lýsir óþægindunum og kostnaðnum fyrir Eyjabúa að fjölga mannkyninu. 

 

Árin á undan

Árið 2013 voru fæðingarnar alls 61. Þá fæddu 25 konur í Eyjum. 36 konur fæddu annarsstaðar, 9 vegna áhættuþátta en 25 konur fóru vegna lokunar skurðstofu.

Árið 2012 voru fæðingarnar alls 39. Þá fæddi 21 kona á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja , 18 konur fæddu annarsstaðar, 6 voru sendar á LSH vegna áhættuþátta, 3 konur fóru vegna lokunar skurðstofu, 6 vegna fjarveru svæfingalæknis og 3 konur fluttu í burtu.

Árið 2011 voru alls 47 fæðingar. Í Vestmannaeyjum fæddu 36 konur. 11 konur fæddu annarsstaðar.

Árið 2010 voru 51 fæðing. Í Vestmannaeyjum fæddu 37 konur. 14 konur fæddu annarsstaðar.

Ef farið er aftur til ársins 2003 má sjá eftirfarandi:

„Í Vestmannaeyjum fæddu 33 konur á heilbrigðisstofnuninni, sem er um það bil fjórðungi færra en s.l. þrjú ár."

Minnt er á að í ár er árið 2016. Í kringum aldarmót bjuggum við Eyjamenn semsagt við betri heilbrigðisþjónustu enn við búum við í dag. Þá var opin hér skurðstofa með svæfingalækni. Einnig var staðsett hér í Eyjum sjúkraflugvél - með mun styttra viðbragð en sú sem staðsett er á Akureyri nú.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).