Landaður botnfiskafli:

Vestmannaeyjahöfn í þriðja sæti

12.Janúar'16 | 08:45

Vestmannaeyjahöfn er í þriðja sæti yfir hafnir landsins er kemur að lönduðum botnfiskafla árið 2015 með 33.794 tonnum landað. Efstu þrjú sætin eru raunar óbreytt frá 2014. Reykjavíkurhöfn er að venju sú höfn þar sem mestum botnfiskafla er landað - alls 87.551 tonni landað þar í fyrra.

Lítillegur samdráttur var þó milli ára eins og undanfarin ár eða um 241 tonn sem samsvarar 0,3% samdrætti.  Þrátt fyrir þetta ber Reykjavíkurhöfn höfuð og herðar yfir aðrar löndunarhafnir hér á landi þegar horft er til löndunar á botnfiski. Sú höfn sem kemur næst Reykjavík er Grindavíkurhöfn með 46.370 tonn og varð aukning þar um ein 10,9% eða um rúmlega 4,5 þúsund tonn.

Samdráttur var víða um land. Mestur var hann í magni talið á Djúpavogi eða um 6,6 þúsund tonn og mest hlutfallsleg aukning var á Hofsós um 148% eða úr 474 tonnum 2014 í 1.175 tonn 2015.

 

Hér til hliðar má sjá töfluna frá Fiskistofu og hér má lesa nánar um landanirnar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.