Bæjarstjóri ánægður með heimsókn forsætisráðherra

Forsætisráðherra þekkir vel umræðuna um samgöngumál og fæðingaþjónustu

- Einnig skipulagsmál og fleiri innri þætti í stjórnkerfinu hér í Eyjum

12.Janúar'16 | 10:43
EV_SDG

Elliði og Sigmundur Davíð á flugvellinum í Eyjum

Eins og Eyjar.net greindi frá um helgina var forsætisráðherra og kona hans í heimsókn hér í Eyjum. Við ræddum við Elliða Vignisson bæjarstjóra um heimsóknina. Elliði segir tilgang ferðarinnar fyrst og fremst að afhenda Vestmannaeyjabæ til eignar og varðveislu myndir Sigmunds Jóhannssonar.

„Í áratugi voru verk Eyjamannsins Sigmunds hluti af samvisku þjóðarinnar og spéspegill hennar. Það er okkur Eyjamönnum náttúrulega mikill heiður að taka á móti þessum verkum og gera þau aðgengileg fyrir íbúa hér og landsmenn allra." segir Elliði.

Viðskiptabann Rússa mun kosta 1180 íbúa í sjávarbyggðum allt að 2550 milljónir í tapaðar launatekjur

Ferðina notaði ráðherra einnig til að kynna sér vandlega hagsmunamál Vestmannaeyja, staðhætti og áherslur.  Við ræddum meðal annars samgöngur, heilbrigðismál, háskólastarf og stöðuna í atvinnulífinu, allt mál sem við hyggjumst taka að nýju upp á næstunni enda hvergi nærri fullrædd. Vandlega var farið yfir áhrif viðskiptabanns Rússa á atvinnulífið hér í Eyjum og þá staðreynd að þetta bann kemur til með að kosta 1180 íbúa í sjávarbyggðum allt að 2550 milljónir í tapaðar launatekjur.  Ef ekkert verður að gert mun tjónið verða sérstaklega mikið hér í Eyjum.

Er vel að sér í sértækum hagsmunum okkar Eyjamanna

Í umræðum um þessi mál öll kom berlega í ljós að Sigmundur Davíð er afar einbeittur í vilja sínum til að bæta hag landsbyggðanna og þekkir vel umræðuna hér í Eyjum.  Reyndar kom það mér skemmtilega á óvart hvað þessi önnum kafni stjórnmálamaður var vel að sér í sértækum hagsmunum okkar Eyjamanna.  Ekki bara þekkti hann vel umræðuna um samgöngumál og fæðingaþjónustu heldur jafnvel skipulagsmál og fleiri innri þætti í stjórnkerfinu, segir bæjarstjóri.

Verðum að ná fram ákveðnum baráttumálum í samvinnu við ríkið

„Heimsókn Sigmundar Davíðs hefur staðið til í nokkurn tíma en óveður, annir á þingi og fleira hafa frestað henni.  Það er okkur afar mikilvægt að eiga bein og milliliðalaus samskipti við þá sem höndla með mál okkar innan ríkisstjórnar og á þingi.  Staðreyndin er enda sú að á þessu nýja ári verðum við Eyjamenn að ná fram ákveðnum baráttumálum í samvinnu við ríkið og þar leika þingmenn kjördæmisins lykilhlutverk.  Í því samhengi má sérstaklega benda á samgöngumál og heilbrigðismál en meira þarf að til koma." segir Elliði og heldur áfram. 

„Uppbygging á háskólastarfi og aukin áhersla á uppbyggingu fræðistarfa eru okkur einnig mikilvæg rétt og eins frekari uppbygging á iðn- og tækninámi.   Þá eru málefni eldri borgara á ábyrgð ríkisins og í samvinnu þarf að ráðast í mikla uppbyggingu í þeim málaflokki.  Samskipti sveitarstjórna og ríkisins eru á öllum tímum mikilvæg og baráttan endalaus.  Þess vegna er það til mikilar eftirbreytni að forsætisráðherra skuli koma hér gagngert til að heimsækja okkur, sýna okkur vinaþel og kynna sér áhersluþætti okkar" segir Elliði að lokum.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.